Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 89
gróskumikla gulstör, sem náði með
rótum niður í skeljasand. Til var að
stör væri slegin á ís þegar Iítið var um
fóður, það mun þó aðallega hafa verið
tjarnastör en einnig gulstör og sant-
eiginlega nafnið var ísastör. Bæði
gulstör og tjarnastör og fleiri starir
voru líka fyrrum notaðir í heydýnur.
Þá má nefna að þar sem safi gulstarar
ber sætan keim kölluðu börn og ung-
lingar hana oft sætstör.
Þar sem gulstör vex er jarðvegur
víða seigur af jarðrengluflækjum
hennar og rótum; þótti þar því góð
torfrista og var hagnýtt meðan rist var
torf á hey, þök, í reiðinga og tróð.
Á árunum 1920—1945 var t. d. gul-
staratorfið úr Staðarbyggðamýrum í
Eyjafirði eftirsótt vara sent einangrun-
arefni í íbúðarhús, hvort sem þau voru
úr steini eða timbri, en markaðurinn
var aðallega á Akureyri. Síðast mun
hafa verið rist þar árið 1947, en þá
voru mýrarnar orðnar mjög framræst-
ar. í fyrra hefti tímaritsins Súlur frá
1979 lýsir Erlingur Davíðsson vinnu-
brögðum við þessa vinnslu.
í Mýrdal, t. d. á Skammadalshóli og
í grennd, var fram á þessa öld skorið
mikið af reiðingstorfi til eldiviðar, þar
sem ekki var svarðartekja á þeim bæj-
um. Torfið var þó leiður eldiviður,
það brann fljótt og fylgdi því geysi-
mikið ryk, bæði við meðhöndlun og
brennslu. Frá þessu segir Einar H.
Einarsson í grein í bókinni „Móðir mín
húsfreyjan", 1979.
Árvatn flæðir víða yfir gulstararengi
vor og haust og ber vel á það með
framburði sínum. Gulstörin þrífst líka
vel við rauðaleirskeldur. Þar sem
skilyrði hæfa gulstörinni er hún víða
ríkjandi tegund og vaxa tiltölulega
fáar tegundir innan um hana, en þær
helstu eru mýrastör, vetrarkvíðastör,
hengistör, flóastör, engjarós og
horblaðka (reiðingsgras). í vatni vex
og víða með henni stórvaxnasta stör
landsins tjarnastör, sem einnig er
nefnd blástör, ljósastöreða ljósa-
lykkja. Gulstör er ein hinna fáu teg-
unda, sem eru algengar á íslandi en ná
ekki lengra austur; gulstörin finnst þó í
Færeyjum en er þar sjaldgæf. Hún hef-
ur því dæmigerða vestræna útbreiðslu
og vex á SV Grænlandi, en er þó
sjaldgæf, og á nokkrum stöðum aust-
antil í Kanada. Aftur á móti er hún
algengari sunnantil í Alaska og nær-
liggjandi héruðum Kanada og á norð-
anverðri austurströnd Síberíu.
79