Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 94
TAFLA I. Pikrít, efnagreining (prósent af
þyngd) gerð á sýni úr Vatnsheiðarhrauni
(RE 78), tekið við vatnsból Grindavíkur.
Funtiko Shido efnagreindi. - Picrite
(oceanite), chemical analysis (by Fumiko
Shido) on a sample (RE 78) from the
Vatnsheidi lava shield, near Crindavík, tlte
Reykjanes Peninsula.
RE 78 %
Si02 46.21
tío2 0.41
ai2ó, 13.69
FeiO^ 1.37
FeO 7.16
MnO 0.15
MgO 18.15
CaO 10.99
Na20 1.32
K2Ö 0.01
p2o5 0.02
Cr20^ 0.22
nío2 0.09
h2o- 0.03
h2o+ 0.16
Alls 99.98
Þessar steintegundir mynda Vatns-
heiðarhraunið:
Dílar (kristallar, sent skera sig úr
að stærð og oftast eru sjáanlegir
með berum augum) eru krómít
(svartir, 35% Cr205), ólivín (græn-
gulir, Fo 89) og plagíóklas (hvítir
eða glærir, An 90).
Grunnmassinn (smásæir kristall-
ar á milli dílanna) er samsettur af
plagíóklas, ágíti (svart), ólivíni,
magnetíti (ógagnsætt), ilmeníti
(ógagnsætt), og á stöku stað brún-
lituðu gleri.
Krómítdílarnir eru ýmist stakir, og
er það einkenni á pikríti, eða innlyks-
ur í ólivíndílum. Mjög getur verið
breytilegt hversu mikið er af ólivíni og
krómíti, en eðlisþyngd þeirra er mun
meiri en bergkvikunnar, og geta þeir
því sokkið auðveldlega áður en kvikan
storknar. I Vatnsheiðarhrauni eru
krómítdílar að meðaltali um 0,6%
rúmmáls, ólivíndílar um 22% og
plagíóklasdílar um 8%. Til glöggvunar
er á 1. inynd sýnd smásjárteikning af
Vatnsheiðarhrauni, en á 2. mynd lit-
mynd tekin í smásjá af sama hrauni.
Öðru íslensku pikrít-bergi svipar til
Vatnsheiðarhrauns, þó er stundum
einnig um nokkur prósent af ágítdílum
að ræða.
Notkun orðsins pikríts og skyldra
bergtegundaheita hefur verið nokkuð
á reiki. Lacroix (1923) notaði óseanít
(„oceanite") yfir mjög basiskt berg,
þar sem meira er af ólivíni en ágíti.
Þetta var nauðsynlegt til að aðgreina
það frá ankaramíti, sem er náskyld
bergtegund, en með mun meira af
ágíti en ólivíni. Undirritaður hefur svo
einnig notað nafnið óseanít í nýlegum
ritgerðum (Sveinn Jakobsson 1979 og
1980). Tegundanafniö pikrít (sjá Jo-
hannsen 1938) hefur hinsvegar sótt
mjög á, þannig að allflestir bergfræð-
ingar nota það nú í stað óseaníts, og
svo mun einnig gert hér. Er þá pikrít
látið ná jafnt yfir hraun sem innskots-
berg.
Stundum er erfitt að greina pikrít
frá ólivínþóleiíti, sem er náskyld berg-
tegund. Séu stórir ólivíndílar í ólivín-
þóleiíti geta þeir auðveldlega sokkið,
og líkist þá sá hluti bergsins þar sem
ólivínið hefur safnast fyrir, pikríti.
Þetta hefur t. d. átt sér stað í bólstrum
í Stapafelli á Reykjanesskaga. Ná-
kvæm athugun á gosmynduninni getur
oft leitt hið rétta í ljós. Á sama hátt
getur pikrít líkst ólivínþóleiíti, hafi
það misst ólivíndílana, svo er t. d. um
82