Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 98
Haukur Jóhannesson:
Fróðleiksmolar um
Grænalón og nágrenni
INNGANGUR
Grænafjall er austast og innst í há-
lendisræmunni ofan byggðar í Vestur-
Skaftafellssýslu. Sunnan undir því er
Grænalón. í septembermánuði 1980
vorum við Kristján Sæmundsson jarð-
fræðingur við jarðfræðiathuganir á
þessum slóðum. Við ókum inn yfir
Súlu og inn með Eystrafjalli eins og
fært var. Þaðan gengum inn að Græna-
lóni og tjölduðum norðan undir Eggj-
um til tveggja nátta. Annan daginn
gengum við inn fyrir Grænalón, í
Grænafjall og til baka í tjaldstað.
Þriðja daginn gengum við inn Núpsár-
tanga og inn í Norðurbotna og skoðuð-
um hraunin sem þar eru. Einnig geng-
um við upp í austurhlíð Bjarnarskers.
Þriðju nóttina tjölduðum við neðar-
lega við Bergvatnsá. Fjórða daginn
gengum við suður með öllu Núpsár-
gljúfri allt niður á sand.
Þarna er fáförult og örnefni því fá.
Sem dæmi má nefna, að í Grænafjalli
eru engin örnefni. Það stafar líklega af
því, að heimamenn þurftu aldrei í
Grænafjall að fara og þar munu ekki
hafa komið sauðkindur. Því var ör-
nefna ekki þörf. Ég hef spurst fyrir um
örnefni hjá Eyjólfi bónda Hannessyni
á Núpsstað og nota þau að sjálfsögðu.
Önnur nöfn hef ég sjálfur gefið og eru
þau höfð innan gæsalappa. Stærstu
drættina í landslagi á þessum slóðum
má sjá á kortum á 1. og 2. mynd. Þar
eru örnefni, sem notuð eru, merkt á
viðeigandi stöðum.
REIKUL ÖRNEFNI
Ég hef gert nokkra leit að elstu
heimildum um Grænalón og Græna-
fjall. Elsta heimild, sem gæti átt við
Grænalón, er að finna í athugasemd-
um Árna Magnússonar (Jón Árnason
1954) við þjóðsöguna um Vestfjarða-
Grím, sem átti að hafa lagst út við
Grímsvötn. Árni ferðaðist um Skafta-
fellssýslur á árunum 1704 og 1705 og
mun þá hafa skrifað niður söguna.
Árni hefur ritað eftirfarandi athuga-
semd við hana:
„Þetta á að skiljast um Grímsvötn, sem
enn nú svo kallast og eftir almennings
meining þess á milli í eldi leika. Atli
(þ.e. sögumaður Árna — innskot höf-
undar) heldur þeirra afstöðu fyrir vest-
an og norðan Skeiðarárjökul, þar uppi í
jökla sundum langt úr byggð. Súla
heitir vatnsfall er framan úr jöklum
rennur fyrir austan Núpsvötn á Skeiðar-
ársandi og fellur í sögð Núpsvötn. Um
Súlu þessa segir Atli nokkurra munn-
mæli vera, að hún úr Grímsvötnum
renni, lætur hann það hvorki logið né
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), hls. 86-101, 1983
86