Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 99
1. mynd. Afstöðumynd af Grænalónslægðinni. Ölkeldur eru sýndar með svörtum
deplurn, jökulgarður með tenntri línu, aurarnir eru skyggðir og heildregna línan í 635 m
hæð er hæsta strandlína Grænalóns. Dregið eftir loftmynd Landmælinga íslands F 5766,
tekin 1.8.1979. - Map of the Grænalón area. Solid circles: cold mineral springs, barbed
line: terminal moraine, dashed lines: alluvium plain, solid line: highest shoreline of lake
Grœnalón (at 635 m a. s. L).
satt, en mér virðist það muni næsta
óvíst vera“.
Svo er að sjá, sem Atli telji Súlu
koma úr stöðuvatni (Grímsvötnum),
sem sé í sundi milli jökla. Þetta kemur
einkar vel heim og saman við staðhætti
við Grænalón. í riti Árna Magnús-
sonar (1955) Chorographica Islandica
segir:
„Grímsvötn meina Síðumenn staðið
hafa norðaustan við Öræfajökulinn, en
ætla að jökullinn sé nú genginn yfir þau
og þau í jökulinn komin. Eru þetta þó
ei nema munnmæli, því enginn þeirra
hefur nærri þeim komið eður við nokk-
urn talað, sem þeirra afstöðu séð hafi.
Anno. 168 . . þá eldurinn var uppi, er
menn sögðu vera í Grímsvötnum, þá
bar hann yfir Fljótshverfið af Síðunni til
að sjá, sc: var að sjá í nordost ongefer.
Á milli Mýrdalsjökulsins og Síðujökuls-
ins er eitt sund norður úr. Fyrir austan
þetta jökulsund, norðan til við Öræfa-
jökulinn, er eitt jökulfjall, sent kallast
Björn. í eða nærri þessum Birni skuli
Grímsvötn vera, skulu vera fleiri en
87