Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 100
eitt, með hæðum á milli. Upp úr sjálf-
um þessum vötnum segist að eldur gos-
ið hafi, so vatnið hafi sýnst brenna. Úr
Grímsvötnum meinast sín upptök að
hafa Skaptá, er þaðan falli til útsuðurs,
Túná, er falli til útnorðurs og rennur
vestur í Þjórsá, Hverfisfljótið, er renni
þaðan til landsuðurs. Úr Síðujökli hafa
allar þessar sín upptök.“
Af ofangreindum tilvitnunum má
ráða, að ruglað sé saman Grænalóni
(og það nefnt Grímsvötn) og Gríms-
vötnum í Vatnajökli. Grímsvötn eru
sögð vera nærri Birninum, en hann er
fjallgarður inn af Lómagnúp og nær
hann upp undir Síðujökul. Af lýs-
ingunni að dæma, er augljóst að átt er
við Grænalón.
Næst er getið um þetta svæði í ritum
Sveins Pálssonar frá árunum 1792—
1794. Hér verður stuðst við s.k. ferða-
bók Sveins Pálssonar (1945). í dagbók
Sveins frá árinu 1793 segir eftirfar-
andi:
„Áin í dalnum heitir Núpsá. Tekur hún
þar í sig ýmsar smáár og er bergvatn.
Hún á upptök í stóru stöðuvatni einu,
er liggur sunnan undir fjalli því, er
Grænafjall heitir og gengur norður í
jökul. Það er nú að líkindum gróður-
laust af völdum uppblásturs, en bóndi
einn á Síðunni á að hafa farið þangað
árlega, vor og haust, og sótt sér ull og
sláturfé úr hjörðum villifjárins. Þetta
sel ég ekki dýrar en ég keypti (relata
refero\).“
í Jöklariti sínu, sem Sveinn reit á
árunum 1792—94 og prentað var fyrst
árið 1883, segir:
„Grímsvötn eru stöðuvötn, sem Lóma-
gnúpsá kemur úr, sem áður getur (15.
gr.). Liggur vatnið í krika þeim, er
verður milli Síðujökuls og Skeiðarár-
jökuls framan undir jökuföstu fjalli,
Grænafjalli, sem menn vita samt ekki
nánar um nema það, sem E. Ólafsson
segir í Ferðabókinni, að það spúi eldi
öðru hvoru.“
í Eldriti Sveins, er hann skráir á
árunum 1793—94 en fyrst prentað árið
1882, segir ennfremur þar sem rætt er
um eldgos í Skeiðarárjökli 1783—85:
„Ef til vill hefur gos þetta verið hjá
Grænafjalli eða í Grímsvötnum, sem
hjá því eru og sagt er, að Núpsá, aðal-
upptakakvísl Núpsvatna, komi úr.“
Á tveimur kortum, sem Sveinn
teiknaði kemur þessi afstaða vel fram.
Par er Grænalón nefnt Grímsvötn.
Björn Gunnlaugsson (1844) hefur
sama hátt á nafngiftum og Sveinn Páls-
son á Uppdrætti íslands frá 1844 og
hefur Björn það vafalítið af kortum
Sveins.
Næst er minnst á Grænafjall og
Grænalón í sóknarlýsingu Kálfafells-
sóknar í Fljótshverfi (Jón Sigurðsson
1859). Höfundur hennar er Jón Sig-
urðsson, en hann var prestur að Kálfa-
felli á árunum 1852—62. Lýsingin er
öll hin skilmerkilegasta og verður að
ætla, að hann hafi fengið kunnuga
menn sér til aðstoðar við samningu
hennar. Lýsingin er enn óprentuð og
tek ég hér upp þá hluta úr henni, sem
varða Grænalón og umhverfi þess.
Handritið er dagsett 12. júlí 1859 og
virðist vera uppkast og því hef ég tekið
mér það bessaleyfi að færa staf-
setningu og setningaskipan að nokkru
í nútímahorf. Úr svari við spurningu
nr. 2 um fjöll, hálsa, heiðar eður fell
o.s.frv.:
„Fyrir austan Hvítárholtabrýr er
Eystrafjall, sem liggur frá suðri til
norðurs, öllu hærra en þær, þar sem
það er hæst og aðskilið frá þeim af
Núpsá, er síðar verður getið. Það er
graslaust að ofanverðu, en að neð-
anverðu vaxið sauðgresi með mörgum
og ófærum giljum og hömrum að vest-
88