Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 101
anverðu, en aflíðandi norðan til allt að
jökli. Austanvert á fjalli þessu við Súlu-
jökul eru 3 fjallstindar, sem kallast
Súlnatindar (Súlutindar), en hæsta
skerið, hér um bil á því miðju, heitir
Bunki. Vestanvert við Eystrafjall,
norður í jöklinum, sést fjall nokkurt,
sem nefnt er Grænafjall og sýnist það
vera umkringt af honum á 3 vegu, en
stöðuvatni að sunnanverðu, sem kallast
Núpsárvatn. Gljúfur er vestan til í fjalli
þessu og blá sker en ekki annað svo
menn geti um sagt. Menn halda það
liggi frá vestri til austurs, en sökum
þess, að enginn hefur svo menn viti
þangað komið, verður því hér ekki
fremur lýst. Vestanvert við þetta fjall
sjást norður í jöklinum 3 hnúkar gras-
lausir, sem kallaðir eru Grænafjalls-
hnúkar, en einnig þeir eru mönnum að
öllu ókunnir."
Ennfremur segir í svari við spurn-
ingu nr. 19 um rennandi vötn, stór og
smá o.s.frv.:
„Upptökin að Núpsvötnum eru þessar
ár. 1. Súla, 2. Núpsá, 3. Bergvatnsá, 4.
Hvítá eystri . og síðar „Súla kemur
undan Súlujökli við fremri endann á
Eystrafjalli og rennur á aur með háum
öldum í kring, stuttan veg til vesturs,
hún fellur í miklum bratta, afar ströng
og stórgrýtt og því mjög oft ófær og
ætíð ill yfirferðar. Úr henni koma oft
jökulhlaup með vatni og jökulstykkj-
um, menn segja 5ta—6ta hvert ár, þó
útaf því kunni að geta brugðið, þar sem
nú t.d. er komið hátt á 7da ár síðan hún
hljóp seinast. í Súlu er enginn foss og
ekkert visst vað á henni. Núpsá kemur
úr áðurnefndu Núpsárvatni sunnan
undir Grænafjalli, hún rennur nokkuð
krókótt en aðalstefna hennar verður í
útsuður. í henni er töluvert vatn og alls
staðar er hún nokkuð ströng þó allgott
vað sé á henni móts við Hvítárholt. Allt
frá upptökum rennur á þessi í djúpu og
þröngu gljúfri, á móts við Hvítárholt
lítinn spotta á sléttum aur og síðan aftur
í mjög stórkostlegu gljúfri þangað til
hún kemur á sandana framan við Súlu.“
í grein, sem norðmaðurinn Amund
Helland (1883) skrifaði um eldfjöll í
og undir jöklum og jökulhlaup segir
eftirfarandi:
„Hvad for der förste Grimsvötn angár,
sá findes der pá Gunnlaugssons kart
afsat en indsö af detta nafn överst oppe
í Núpstaðarskogr ved foden af Græna-
fja.ll. Men denne indsö hedder ikke
Grimsvötn, men den kaldes Græna-
fjallslón, og her findes, efter hvad
bonden Eiolfr pá Núpstaðr (hann var
afi Hannesar á Núpstað — innskot höf-
undar), der er nöie kjende í egnen om-
kring Núpstaðarskogr, forklarede, ikke
spor af kratere".
Næstan skal frægan telja Þorvald
Thoroddsen, sem ferðaðist um Vest-
ur-Skaftafellssýslu sumarið 1893. í
ferðabók hans (Þorvaldur Thoroddsen
1914) stendur m.a. eftirfarandi:
„Norður af Eystrafjalli er stórt og hömr-
ótt móbergsfjall í jökulröndinni, sem
heitir Grænafjall, þó þar sé ekkert
grænt að sjá; á því eru brattar hlíðar að
sunnan niður að allstóru vatni, sem er
kallað Grænafjallslón eða Grænalón,
en annars er jökull allstaðar kringum
fjallið. Að vatninu liggja jökulhamrar
öllu megin, og austan og vestan við
Grænafjall ganga í vatnið skriðjöklar;
vatnið er fullt af stórum, syndandi jök-
um, er detta úr jökulhömrunum. Núpsá
kemur úr Grænalóni, og rennur um
þröngt og djúpt gljúfur, en nokkru neð-
ar rennur í hana Bergvatnsá, sem kem-
ur úr hrauni við jökulröndina upp af
Bjarnarskerjum. Á Uppdrætti íslands
er Grænalón kallað Grímsvötn, en eng-
inn þekkir það nafn á því.“
Hér verður þessari upptalningu
hætt, enda Grænalónsnafnið orðið
ríkjandi er kemur fram yfir síðustu
aldamót.
Sigurður Þórarinsson (1974) hefur
gert ítarlega könnun á heimildum um
Grímsvatnanafnið í bók sinni Vötnin
stríð. Sigurður telur ekki leika vafa á,
89