Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 102
að það eigi upphaflega við núverandi
Grímsvötn, en hafi með tímanum ver-
ið ruglað saman við bæði Veiðivötn og
Grænalón vegna ókunnugleika.
Af heimildum og samtölum við
heimamenn virðist sem þeir hafi farið
og fari afarsjaldan inn að Grænalóni
og í leitum mun það yfirleitt ekki vera
gert.
Örnefnið Grænafjall er fyrst nefnt í
Ferðabók Sveins Pálssonar og síðan
nokkrum sinnum eftir það. Grænafjall
sést langt að og hefur því örnefnið
verið töluvert notað.
Allt frá dögum Sveins Pálssonar og
fram undir síðustu aldamót virðist
Grímsvatnanafnið vera notað jöfnum
höndum um Grænalón og um eld-
stöðvar í Skeiðarárjökli, einkum þær,
sem nú nefnast Grímsvötn, en einnig
um eldstöðvar við Þórðarhyrnu.
Hinir fyrstu, sem vitað er til, að
stigið hafi fæti á Grænafjall voru Bret-
arnir Wigner og Muir. Peir komu þar
sumarið 1904 og tjölduðu norðaustan í
Grænafjalli (Wigner 1905). Síðan líða
liðlega 30 ár að enginn leggur þangað
leið sína. Árið 1935 komu í Grænafjall
þeir Jóhannes Áskelsson og Trausti
Einarsson (Jóhannes Áskelsson 1935
og 1936) og árið eftir eru þar nokkrir
danskir jarðfræðingar á ferð (Niels Ni-
elsen 1937).
LANDSLAG
Skeiðarárjökull skríður fram dal
mikinn milli Eystrafjalls (Súlutinda)
og Skaftafellsfjalla. Dalurinn hefur
verið nefndur Skeiðarárdalur. Talið
er, að hann nái langleiðina norður að
Grímsvötnum. Út úr honum gengur
þverdalur, Grænalónslægðin, upp á
milli Eggja, sem er innsti hluti
Eystrafjalls og Grænafjalls (1. mynd).
Skeiðarárjökull lokar mynni dalsins og
tunga úr meginskriðjöklinum sveigir
inn í hann. Þverdalurinn gengur inn-
undir jökulinn vestan Grænafjalls og
mun ná inn að Þórðarhyrnu. Nokkru
vestar er Síðujökull, en milli hans og
Skeiðarárjökuls eru nokkrir minni
skriðjöklar, nafnlaustir að því ég best
veit. Austasta skriðjökulstungan
gengur niður í Grænalónslægðina.
Hana mætti nefna „GrænalónsjökuL.
Grænalónslægðin hefur náttúrulegt
afrennsli niður í Skeiðarárdal, en
Skeiðarárjökull stíflar dalinn eins og
áður var nefnt og í krikanum milli
jökulsins og Eggja safnast vatn,
Grænalón. Það mun draga nafn af
blágrænum lit vatnsins. Grænalón er
næst stærst jökulstíflaðra vatna á ís-
landi og eru Grímsvötn ein stærri. Tot-
an, sem gengur úr Skeiðarárjökli inn í
Grænalón er á floti fremst og ísstykki
brotna framan af jöklinum og reka um
það. Vatnshæð í Grænalóni er breyti-
leg og virðist vera háð þykkt Skeiðar-
árjökuls. Fyrir 1935 stóð vatnsborð
Grænalóns mun hærra en nú og af-
rennslið var um skarð milli Eggja og
Núpsártanga, en eftir að Grænalón fór
að hlaupa reglulega hefur það ekki
haft afrennsli þar um. Hæð skarðsins,
og þar af leiðandi vatnshæð í Græna-
lóni, er um 635 m samkvæmt mæling-
um Trausta Einarssonar (sjá Jóhannes
Áskelsson 1936). Sunnan skarðsins er
nafnlaust dalverpi og í því á Núpsá nú
upptök sín. Stuttu neðar falla Berg-
vatnsár í Núpsá. Þær eru þrjár, Vestri-,
Mið- og Eystri-Bergvatnsá. Eystri-
Bergvatnsá fellur í Mið-Bergvatnsá
inn í Norðurbotnum. Milli Mið-Berg-
90