Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 103
vatnsár og Núpsár er Núpsártangi.
Hann nær alveg inn að jökli og liggur
að Grænalónslægðinni að vestan.
Grænalónslægðin er um 3ja km
breið og um 6 km löng milli „Græna-
lóns-“ og Skeiðarárjökuls. Grænafjall
afmarkar hana að norðaustan, en er
sjálft nær umlukið jöklum. Fjallið er
berangurslegt og nær alveg gróður-
laust; engin merki eru þar um upp-
blástur. Það mun taka nafn af Græna-
lóni. Grænafjall er aflangt í norðvest-
ur-suðaustur. Nyrsti hluti fjallsins er
skilinn frá meginfjallinu af djúpu
hamragili, „Djúpagili“. Syðri hlutinn
nær um 1058 m hæð og suður úr hon-
um gengur um eins kílómetra langt
tagl, Grænafjallstagl, sem nær upp í
tæplega 800 m hæð. Taglið liggur inn-
undir Skeiðarárjökul og má sjá móta
fyrir því allnokkurn spöl í jöklinum.
Þegar Skeiðarárjökull var sem stærst-
ur, skreið hann yfir allt taglið og ofan í
lónið. Sunnan „Djúpagils“ stendur
Grænafjall upp yfir jökulinn, en nyrsti
hlutinn gengur víðast innundir hann.
Vestan Grænalóns er lægra fjalllendi,
sem nær upp í 700—800 m hæð og heit-
ir einu nafni Núpsártangi. 1 hlíðunum
beggja vegna lónsins eru glöggar
strandlínur. Þær efstu eru í sömu hæð
og gamla útfallið (635 m.y.s.). Nokkr-
ar lægri strandlínur er að finna, eink-
um vestan megin. Efsta strandlínan er
langmest áberandi og er tilsýndar eins
og rönd eða lína. Reyndar sést hún
ekki í taglinu syðst í Grænafjalli en þar
hefur lónið gjálfrað við standberg eða
jökull legið á þegar lónið var fullt.
Nyrst gengur hún að klettahafti, sem
liggur úr Grænafjalli inn undir
„Grænalónsjökul". Þetta klettahaft
mætti nefna „Þröskuld". „Þröskuld-
urinn“ er um 25 m hár. Milli „Djúpa-
gils“ og „Þröskuldar" eru nokkur gil,
sem hafa verið nafnlaus, en hér eru
nefnd „Taumagil“ og „Smágil“.
„Taumagil“ er næst „Djúpagili". Það
er nokkuð djúpt og hömrum girt hið
efra. Milli „Taumagils“ og „Þrösk-
uldar“ eru fjögur giljadrög, nefnd hér
einu nafni „Smágil“.
„Grænalónsjökull“ gengur ofan í
Grænalónslægðina vestan Grænafjalls.
Hann er 1.5—2ja km breiður. Frá hon-
um falla tvær jökulár, „Vestri-
Lónsá“ og „Eystri—Lónsá“. „Vestri-
Lónsá“ kemur undan vesturjaðri jök-
ulsins og rennur nokkurn spöl með
jaðrinum, en hverfur svo innundir jök-
ulinn aftur á kafla, en brýst að lokum
fram í mjóum streng. „Eystri-Lónsá“
kemur úr jökulporti austan til í fram-
jaðri jökulsins. Af henni leggur megn-
an brennisteinsfnyk líkt og af Jökulsá
á Sólheimasandi. Því verður að ætla,
að einhvers staðar innundir jöklinum
sé háhitasvæði. Þess ber að geta, að
virkar eldstöðvar eru skammt norður
af Grænafjalli. Síðast gaus þar árið
1903, við Þórðarhyrnu (Sigurður Þór-
arinsson 1974).
Arnar renna saman niður á aurun-
um og flæmast þar um nokkurí svæði.
Þar er sandbleyta. Þegar hæst stendur
í lóninu milli hlaupa fara nær allir
aurarnir undir vatn.
Um 700 m framan við jökuljaðarinn
er jökulgarður, sem liggur fjalla á
milli. Hann er líklega frá fyrri hluta
aldarinnar. Af mynd í Vatnajökulsbók
Niels Nielsens (1937) að dæma, hefur
jökullinn verið við garðinn árið 1936.
Meðan vatnsstaða var í 635 m hæð
náði Grænalón að „Grænalónsjökli"
og hefur jökullinn e.t.v. flotið uppi.
91