Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 106
jökuls munu hafa skilið eftir sig mó-
berg eða bólstraberg og því geta jarð-
lög mynduð við slíkar aðstæður haft
öll einkenni þess að hafa myndast á
jökulskeiði. Af þessum sökum er ekki
hægt að fullyrða, að sú saga, sem lesin
er út úr jarðlagastaflanum á Græna-
lónssvæðinu sé alveg sambærileg við
jarðsögu svæða er liggja fjær Vatna-
jökli. Hætt er við, að hlýskeiðs-
myndanir séu ekki eins áberandi og
búast mætti við ef litið er til samtíma-
myndana annars staðar. Jarðlagastafli
myndaður við ofangreindar aðstæður
verður því óreglulegur andstætt hinni
reglulegu lagskiptingu, sem sjá má í
fjöllum á blágrýtissvæðunum. Hraun
renna eftir dölum í stað þess að
breiðast út yfir flatlendi og dalfyllingar
úr móbergi torvelda mjög tengingu
jarðlaga frá einum stað til annars.
Bestu opnurnar í neðri hluta stafl-
ans eru í Núpsárdal og Eggjum en í
efri hlutann í Grænafjalli og Núpsár-
tanga; efri hlutinn er mun óregluiegri
og ber þar mest á móbergs- og kubba-
bergslögum.
Núpsármóberg — jökulskeið
Neðst er allþykkur stafli af móbergi
og bólstrabergi, oft 150—200 m þykk-
ur. Syrpan er samsett úr mörgum að-
skildum móbergsmyndunum, sem
flestar eru basískar, en þó finnst á
stöku stað ísúrt berg. Meginhluti syrp-
unnar er öfugt segulmagnaður. Hana
má rekja inn hlíðina vestan undir
Eggjum og upp í miðja hlíð norðan
Núpsár og upp með Bergvatnsá,
skammt upp fyrir ármót Mið- og
Vestri-Bergvatnsáa. Einnig sést í mó-
berg þessarar sömu syrpu með Græna-
lóni sunnan megin.
Eggjabasalt — hlýskeið
Næst ofan við tekur við
hraunasyrpa, sem liggur ofan til í
Eggjum og inn með Grænalóni að
sunnan uns hún hverfur við innri enda
þess. Hún er einnig neðan til í Græna-
fjalli, sunnan frá Grænafjallstagli og
langleiðina inn með vatninu. Samaldra
hraunlög voru einnig rakin vestur
suðurhlíðar Núpsártanga og vestur
fyrir Vestri-Bergvatnsá. Öll hraun-
lögin eru basísk og yfirleitt eitthvað
plagíóklasdílótt og öll eru þau öfugt
segulmögnuð. Syrpan er misþykk, oft
um 20-30 m vestan Eggja, en allt að
150 m þykk austan í Eggjunum. Þar
virðist sem hraunin hafi runnið eftir
dal og að lokum hálffyllt hann. Dalur-
inn hefur haft svipaða stefnu og
Grænalónslægðin.
Neðra Grœnafjallsmóberg — jökulskeið
Syrpa þessi er misþykk, frá
nokkrum tugum metra upp í 100 m og
er þykkust í Grænafjalli utanverðu.
Mest ber á móbergi, en nokkuð víða
er bólstraberg og kubbabergseitlar.
Hæstu hnúkar Eggja eru úr þessu
móbergi og einnig eru góðar opnur í
hlíðunum inn með Grænalóni, beggja
vegna. Móbergið er öfugt segulmagn-
að.
Neðra Grænafjallsbasalt — hlýskeið
Við innri enda Grænalóns, og nær
miðhlíðis, eru eitt til tvö hraunlög,
sem eru öfugt segulmögnuð. Þau finn-
ast ekki austan til í Grænafjalli. Mesta
þykkt hraunlaganna er ekki nema 20-
30 m. Við Mið-Bergvatnsá og vestur
undir Vestri-Bergvatnsá er rétt seg-
ulmagnað hraunlag, sem virðist vera á
svipuðum stað í staflanum.
94