Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 108
Efra Grœnafjallsmóberg — jökulskeið
Ofantil í Grænafjalli er 100—150 m
þykk móbergs- og kubbabergssyrpa,
sem einnig finnst innan til í Núpsár-
tanga. Meginhluti syrpunnar virðist
vera öfugt segulmagnaður.
Efra Grænafjallsbasalt - hlýskeið
Efst á Grænafjalli eru rétt segulmögn-
uð hraunlög, sex að tölu. Hnúkar
innan til á fjallinu virðast af sama aldri
og einnig hraunlög innst og efst í
Núpsártanga. Þykkt hraunlaganna er
mest um 30 m.
f ofangreindum stafla eru verksum-
merki eftir þrjú jökulskeið og þrjú
hlýskeið. Jarðlagastaflinn við Græna-
lón mun vera frá miðbiki Matuyama
segultímabilsins. Samanburður við
seguimælingar á jarðlagastaflanum í
Fljótshverfi og á Síðu benda til, að rétt
segulmögnuðu skeiðin séu e.t.v. frá
svonefndu Gilsárskeiði, þótt það verði
ekki fullyrt hér. Ef svo er, þá er aldur
jarðlaga við Grænalón um 1.6—2.0
milljón ár.
Jarðlagastaflinn er nokkuð brotinn,
einkum sunnan til og ber mest á aust-
lægum og norðaustlægum misgengjum
og sprungum. Nokkrir basaltgangar
fundust á suðurströnd Grænalóns og
höfðu flestir norðaustlæga stefnu.
BERGVATNSÁAHRAUN
Tvö hraun koma undan jaðri Vatna-
jökuls í Norðurbotnum, skammt vest-
ur af Grænalóni (4. mynd). Þau eru
hér nefnd til aðgreiningar, Vestra- og
Eystra-Bergvatnsárhraun. Upptök
hraunanna eru ekki þekkt því Vatna-
jökull hefur gengið fram og kaffært
eldvörpin.
Vestra-Bergvatnsárhraun
Vestra-Bergvatnsárhraun er nokkru
minna en hið eystra. Það kemur undan
jöklinum á um 800 m breiðum kafla
upp með Vestri-Bergvatnsá og fellur
niður grunnan dal, sem mun vera
nafnlaus og gengur upp af Beinadal.
Beggja vegna dalsins eru lágir ávalir
hálsar. Hraunið nær um 4 km niður
með ánni og endar þar sem Vestri-
Bergvatnsá tekur stefnu til austurs.
Hraunið er yfirleitt um 700—800 m
breitt en er mjóst, um 400 m, um
miðjan dalinn. Neðan til í hrauninu
eru tveir hólmar, sem hraunið hefur
runnið kringum en ekki náð að
kaffæra. Vestri-Bergvatnsá kemur
undan jöklinum í tveim kvíslum, sem
falla með hrauninu, hvor sínu megin,
en sameinast í miðjum dalnum og
renna eftir það á hrauninu miðju.
Hraunið er ellilegt að sjá, veðrað af
frosti og vindum og nær gróðurvana.
Þar er dæmigert apalhraun með gjall-
múgum og gjallhólum og er 5-6 m
þykkt.
Eystra-Bergvatnsárhraun
Eystra-Bergvatnsárhraun kemur
undan jöklinum á um 800 m löngum
kafla og fellur fyrst eftir nokkuð
breiðum og grunnum dal og er hraunið
þar allt að einn kílómetri á breidd.
Þremur kílómetrum sunnan við jökul-
jaðarinn (eins og hann var 1945) þreng-
ist dalurinn og er hraunið þar ekki
5. mynd. Kalkstallar við ölkeldu í Grænafjalli. — Travertine terraces at the mineral
springs in Grœnafjall.
96