Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 111
nema 300 m. Mið-Bergvatnsá kemur
undan jöklinum við vesturjaðar
hraunsins og fellur með honum niður
að þrengslunum í dalnum, en þar sam-
einast hún Eystri-Bergvatnsá, sem
kemur undan vesturjaðri „Grænalóns-
jökuls“ og fellur ofan í Norðurbotna,
nokkuð innarlega og rennur á
hrauninu. Neðan þrengslanna fellur
hún á hrauni uns hún sameinast
Vestri-Bergvatnsá; eftir það rennur
hún ýmist á hrauninu eða með því.
1 þrengslunum þar sem Mið- og
Eystri-Bergvatnsár koma saman er
breidd hraunsins aðeins 300 m, en
skammt þar fyrir neðan breikkar dal-
urinn og dýpkar. Þarna slær hraunið
sér út á um 2ja km löngum kafla og er
þar mest um 800 m breitt. Aftur
mjókkar dalurinn nokkuð og er
hraunið oftast um 300-500 m breitt
allt til þess að Vestri- og Mið-Berg-
vatnsár mætast. Skammt ofan ár-
mótanna fellur Eystra-Bergvatnsár-
hraunið fram af grágrýtishraunbrún og
hefur umflotið klettaborg, sem stend-
ur upp úr hrauninu eins og eyja.
Neðan ármóta Vestri- og Eystri-
Bergvatnsáa, fellur áin í nokkuð
þröngum dal, sem dýpkar er sunnar
dregur og er hraunið oftast aðeins um
og innan við 100 m breitt, en um 1 km
neðan við ármót Bergvatnsár og Núps-
ár víkkar dalurinn aftur og hraunið
nær 600 m breidd. Austan Hvassvalla
fellur Núpsá í firna djúpt og þröngt
gljúfur, með þeim mestu, er hér á
landi þekkjast og er nefnt Núpsárgljúf-
ur og er það hrikalegast ofan
Skessutorfugljúfurs (Skessutorfugljúf-
ur er þvergil austur úr Núpsárdal). í
því sést hvorki tangur né tetur af
hrauninu og hefur Núpsá hreinsað það
í burtu. Neðan við Skessutorfugljúfrið
rennur Núpsá á eyrum og hrauni á um
eins kílómetra löngum kafla, grefur sig
síðan niður úr því, en hraunið myndar
bakka árinnar og er 5-8 m þykkt.
Þegar komið er niður fyrir miðjan dal
fellur Núpsá aftur í gljúfrum og eftir
því hefur hraunið runnið því hraun-
kleggjar og svuntur eru innan á
gljúfurveggjunum. Gljúfrið er 30-40
m djúpt og mjótt og með öllu ógengt.
Hraunið hefur náð langleiðina niður á
sand. Sunnanundir Kálfsklifi er kjarri-
vaxin torfa og undir henni sést í
hraunið sem síðan hverfur í sand og
sést ekki síðan. Steinboginn undir
Núpsárfossi er úr móbergi en ekki
hrauni eins og Jón Jónsson (1978) gat
sér til um.
Jón Jónsson (1978) hefur lýst þess-
um hraunum, og telur efalítið að þau
séu eitt og sama hraunið. Guðmundur
Kjartansson (1970) taldi líklegt, að
eldvörpin, sem Bergvatnsáahraunin
runnu frá hafi verið á sömu gos-
sprungu og Eldgígur og Rauðhóla-
röðin, en Jón Jónsson (1978) telur það
vafasamt, einkum þar sem berggerð er
önnur í hraununum þaðan.
Eystra-Bergvatnsárhraun er dæmi-
gert apalhraun og er veðrað af vindum
og frosti og nær alveg gróðurlaust ofan
Skessutorfugljúfurs og líkist Vestra-
Bergvatnsárhrauninu í ytra útliti.
Ofantil hafa Mið- og Eystri-Bergvatns-
ár borið mikið af sandi í hraunið. í
Núpsárdal og neðan Kálfsklifs eru aft-
ur á móti þykkar jarðvegstorfur, oft
2-4 m á þykkt. í jarðvegssniðum í
þessum torfum má sjá fjöldann allan
af öskulögum. Upp á Núpsárdal er eitt
öskulag öðrum meira áberandi. Það er
neðst í jarðvegssniðum ofan á
97