Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 113
I. Tafla Flatarmál og rúmmál Bergvatnsáahrauna. — Coverage and volume of
the Bergvatnsár postglacial lava flows.
Flatarmál (km2) Áætluð meðal Rúmmál (km3)
Coverage (knf) þykkt (m) Estimated mean thickness (m) Volume (km')
Eystra-Bergvatnsárhraun 7.8 6 0.05
Vestra-Bergvatnsárhraun 2.9 6 0.02
Samtals 10.7 6 0.07
sig á. Undan móbergsklettunum
spretta fram ölkeldur beggja vegna
gilsins. Frá þeim liggja rauðir og gul-
hvítir taumar niður í gilið og af þeim er
nafnið dregið.
í öllum „Smágiljunum" eru ölkeld-
ur. Þær stærstu og fallegustu eru í
draginu næst innan við „Taumagil“ og
í svipaðri hæð og þar. Austasta
„Smágilið" er ekki ýkja djúpt, um 5-6
m, en allbreitt. í gilbrúnunum eru mó-
bergsklappir og undan þeim spretta
ölkeldurnar. Þær mynda kalkbungur,
2-3 m í þvermál, og frá þeim rennur
ölkelduvatnið niður gildragið. Bung-
urnar eru gulhvítar eða eldrauðar. Lit-
urinn stafar af kalk- og járnútfelling-
um. Útfellingar úr vatninu mynda
mjög fallega stalla í læknum. Þeir eru
gulbrúnir að lit. Stallarnir eru misháir,
þeir hæstu um hálfur metri að hæð.
Þeir eru alveg óskemmdir, enda ekki
vitað til, að skepnur hafi komið þar í
fjallið og mannaferðir mjög strjálar og
alveg óvíst, að menn hafi komið að
þeim áður.
Stallarnir ná um 50 m niður eftir
læknum. Tvær ölkeldnanna eru stærst-
ar. Önnur er austanvert í gilinu. Flún
er efst í 3—4 m breiðri kalkbungu, sem
er um 1.5-2 m há. Liturinn er gulur til
rauðbrúnn, en við sjálft uppgöngu-
augað eru eldrauðar járnútfellingar.
Gegnt þessari er önnur. Hún liggur
ögn hærra, en er svipuð að lögun og
lit.
í næsta dragi fyrir innan, sem er
fremur grunnt, eru fáeinar ölkeldur.
Þær hafa ekki hlaðið upp kalkbungum
um sig. Mest ber á eldrauðum útfell-
ingum, en minna á gulum og gul-
brúnum.
í innsta „Smágilinu“ er lítil ölkelda.
Gilið er allbratt og eru veggirnir úr
bólstra- eða bólstrabrotabergi að
sunnan, en „Þröskuldurinn“ markar
norður brúnina. Ölkeldan virðist
spretta út úr gangstúf, sem er l-2ja m
breiður. Hún sprettur út úr ganginum
um 2-3 m ofan við gilbotninn. Mest
ber á hvítum útfellingum, en þar sem
vatn úr keldunni rennur, eru eld-
rauðar útfellingar.
Því miður var hitamælir ekki við
hendina, en hitinn virðist svipaður og í
kaldavermslum í grenndinni. Einar
99