Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 116
Kristján Sæmundsson:
Hálfrar aldar þögn um
merka athugun
Einhvers staðar í ritum sínum segir
Helgi Péturss, að ekki sé nóg að gera
uppgötvun, heldur þurfi aðrir líka að
uppgötva að uppgötvun hafi verið
gerð. Hér skal getið um eitt slíkt til-
felli, þar sem mér og fleirum hefur sést
yfir snjalla ályktun um eldvirkni á
Reykjanesskaga.
Síðustu æviár sín vann Guðmundur
G. Bárðarson að jarðfræðirannsókn-
um þar, en féll frá í miðju verki.
Hálfkarað handrit af jarðfræðikorti (í
vörslu Náttúrufræðistofnunar) er til
frá hans hendi og auk þess nokkrar
prentaðar ritgerðir og greinar í blöð-
um um Reykjanesskagann. Á „18.
Skandinaviske Naturforskermöde" í
Kaupmannahöfn 1929 lagði Guð-
mundur kortið fram og flutti um það
erindi, sem seinna var prentað í
skýrslu fundarins undir heitinu „Geo-
logisk Kort over Reykjanes-Halv0en“.
(Guðmundur G. Bárðarson 1929). Þar
er höfundi Ijós aldursmunur
dyngjuhrauna og sprunguhrauna og
fjallar niðurlag greinarinnar um
sprunguhraunin undir yfirskriftinni
„De yngste Lavadœkkerí lýsingu
sinni á sprungugosunum aðgreinir
Guðmundur fjögur belti (Vulkanbælt-
er) sem hann gerir síðan nánari grein
fyrir. Belti þessi svara nákvæmlega til
eldstöðvakerfanna, sem við yngri
mennirnir höfum verið að vekja máls á
næstliðinn áratug. Beltin sem Guð-
mundur aðgreinir á Reykjanesskaga
ná (1) frá Reykjanesi norðaustur fyrir
Grindavík. — (2) Yfir Vesturháls og
Austurháls. Nefnt er, að hverirnir í
Mosfellssveit séu í norðaustur fram-
haldi þess. - (3) Yfir Brennisteinsfjöll
og Grindaskörð. — (4) Frá Selvogs-
heiði norðaustur yfir Hengil og áfram
norðaustur um gjárnar á Þingvöllum.
Seinni höfundar, sem lýstu jarð-
fræði skagans, virðast ekki hafa haft
sama skilning á aðskiljanlegum eld-
virknibeltum. Svo er t. d. um Kuthan
(1943), sem gekk þó fram úr hófi langt
í túlkun sinni á jarðfræði Reykjanes-
skaga. Skipan eldsprungna, gjásvæða
og móbergshryggja fangar þó augað
strax og litið er á kort hans. Sama
gildir um jarðfræðikort Guðmundar
Kjartanssonar (1960).
Sjálfur vakti ég upp hugmyndina um
stórar einingar í gosbeltinu þ. á. m. á
Reykjanesskaga kringum 1970 (Krist-
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 102-104, 1983
102