Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 117
ján Sæmundsson 1971a og b) og hélt
þá í barnaskap mínum að ég væri að
benda á eitthvað nýtt. Veifaði ég á
fundi í Jarðfræðafélagi Islands korti
Kuthans og jarðfræðikorti Guðmund-
ar Kjartanssonar framan í viðstadda
félagsmenn til að þeir mættu sjá ein-
ingar þessar Ijóslifandi á eldri kortum
þótt enginn hefði bent sérstaklega á
þær fyrr. Hefði ég þá betur verið bú-
inn að lesa grein Guðmundar G. Bárð-
arsonar, því hann hafði sagt 40 árum
fyrr aðalinntakið í því, sem ég var að
boða kollegum mínum á þessum
fundi.
Það kom fljótlega fram, að fleiri
jarðfræðingar lögðu sama skilning í
byggingu Reykjanesskagans og raunar
landsins alls (Eysteinn Tryggvason
1973, G. P. L. Walker 1975, Sveinn
Jakobsson o. fl. 1978).
Almennt er nú farið að kalla eining-
ar þessar eldstöðvakerfi, en það er
bein þýðing á „volcanic system“ sem
ameríkumenn nota um sömu fyrir-
bæri. Amerískur jarðfræðingur, J. G.
Moore, benti hérlendum á enska
heitið og er það fyrst notað af Sveini
Jakobssyni (1979a) og í sérhefti Jökuls
um jarðfræði íslands (1979b).
Eldstöðvakerfin eru í mörgum til-
fellum saman sett af einni megineld-
stöð og gossprungum og gjám sem
liggja í gegnum hana. Megineldstöð er
þýðing á ensku „central volcano“ og
mun fyrst koma fyrir hjá Þorleifi
Einarssyni í 1. útg. jarðfræðibókar
hans (1968). Bæði þessi orð voru inn-
leidd um rofin eldfjöll í tertíera berg-
staflanum. í rofnurn bergstafla koma
gossprungur og gjár fram sem berg-
gangar. Gangasveimur var það kallað
er margir gangar lágu því sem næst í
sömu stefnu út frá megineldstöð og
mynduðu aflanga heild. Orðið kemur
einnig fyrst fyrir hjá Þorleifi í áður
tilvitnaðri jarðfræðibók (1968). Það er
bein þýðing á ensku „dyke swarm".
Þegar farið var að draga fram hlið-
stæður í virku gosbeltunum voru þessi
heiti yfirfærð með þeirri breytingu
einni, að í stað gangasveims var talað
um sprungusveim (fissure swarm)
(Kristján Sæmundsson 1971a og b).
Hliðstæð fyrirbæri við eldstöðvakerfin
í virku gliðnunarbeltunum hér á landi
eru eldstöðvakerfin á Hawaii. Þar
heitir megineldstöðin „shield volcano"
en sprungusveimurinn „rift zone". ís-
lensk þýðing á shield volcano er eigin-
lega ekki til*, en um „rift zone“ hefur
verið haft orðið gjástykki (Kristján Sæ-
mundsson 1979). Bæði ensku og ís-
lensku heitin hafa hér þrengri merk-
ingu en felst í orðunum megineldstöð
(central volcano) og sprungusvei.nur
(fissure swarm).
Margir eru þeir sem ekki fella sig
við orðið sveimur, og því mjög á reiki
hvað einstakir höfundar nefna þessi
fyrirbæri á íslensku. Um þetta hafa
sést á prenti eftirtalin orð: þyrping
(Sveinn Jakobsson 1979b, Ari T.
Guðmundsson 1982), belti (Oddur Sig-
urðsson 1976), belti eða rein (Freyr
Þórarinsson o. fl. 1976), kerfi (Guð-
mundur E. Sigvaldason 1982, Guðrún
Larsen, 1982), stykki (Axel Björns-
son, í fyrirlestrum). Sjálfum er mér
tamast að nota orðið sveimur og sama
gera þeir Sigurður Þórarinsson, Sig-
urður Steinþórsson og Sveinbjörn
*Dyngjur svo sem Skjaldbreiður heita
„lava shields" á ensku og eru myndaðar í
einu gosi.
103