Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 119
Karl Skírnisson
og
Guðmundur Pétursson:
Selafárið 1918
INNGANGUR
í desember 1979 urðu menn varir
við mikinn landseladauða á aust-
urströnd Bandaríkjanna í grennd við
Þorskhöfða (Cape Cod) (Geraci o.fl.
1982). Lungu selanna voru bólgin og
blóðhlaupin og úr þeim ræktaðist in-
flúensuveira af A-stofni, sem reyndist
skyld A/FPV/DUTCH/27 (HavlNeql
eða H7N7) en sá veirustofn veldur
svokallaðri fuglapest. í tilraun á Keld-
um haustið 1980 tókst að framkalla
lungnabólgu í íslenskum landselum,
sem sýktir höfðu verið með veirum úr
veikum selum vestan hafs (Webster
o.fl. 1981).
Sú kenning hefur átt nokkru fylgi að
fagna, að uppruna inflúensulandfar-
sótta í mönnum megi rekja til veiru-
stofna í villtum dýrum, einkum fuglum
(Webster og Laver 1975). Það þótti
renna stoðum undir þessa kenningu að
veirustofn af þeirri gerð, sem allajafna
finnst í fuglum, skyldi hafa valdið
skæðum sjúkdómi í spendýrstegund,
þ.e. selum og leiddi hugann að því,
hvort svipað gæti gerst í annarri teg-
und spendýra, þ.e. mönnum.
í ljós hefur komið, að selafaraldur-
inn á austurströnd Bandaríkjanna er
trúlega ekki sá fyrsti sinnar tegundar.
íslenskar heimildir greina frá svipuð-
um sjúkdómi í landselum árið 1918,
eftir frostaveturinn mikla. Lýsingar á
selafári þessu eru svo greinargóðar, að
nærri stappar fullvissu, að þar hafi ver-
ið um farsótt af veiruuppruna að ræða
og mjög líklega inflúensu, ef borin eru
saman sjúkdómseinkenni selafársins
1918 og veikinnar við strönd Banda-
ríkjanna 1979-1980. Þá þótti forvitni-
legt að kanna þett mál nánar, vegna
þess að 1918 geisaði í mönnum hér-
lendis og víða um heim ein illræmdasta
landfarsótt allra tíma, spænska veikin
svokallaða, mannskæður inflúensufar-
aldur, sem um margt er ráðgáta enn í
dag. Þó rannsókn heimilda okkar um
selafárið 1918 hafi ekki leitt í ljós nein
bein tengsl milli selafársins og spönsku
veikinnar hérlendis, og mæli raunar
gegn því að um slíkt hafi verið að
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 105-116, 1983
105