Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 121
svona selur og selur (Sigurvin Einars-
son, munnl. uppl.).
Fleiri heimildamenn við norðan-
verðan Breiðafjörð mundu eftir sela-
fárinu. Jóhannes Halldórsson (munni.
uppl.) taldi að fyrst hefði borið á sela-
fárinu í maílok 1918 á Rauðasandi og
einungis fullorðinn selur hafi veikst af
þessum sjúkdómi, sem líktist
lungnabólgu í mönnum. Að sögn Har-
alds Sigurmundssonar og Þórðar
Benjamínssonar (munnl. uppl.) bar
nokkuð á selafárinu við norðanverðan
Breiðafjörð; hræ af landsel fundust
þar rekin á fjörur. Þórður Benjamíns-
son (munnl. uppl.) gat þess ennfrem-
ur, að selirnir hefðu verið lungnaveikir
og snörlað hefði í þeim er þeir önd-
uðu. Þórður bjó árið 1918 á Auðs-
haugi, V-Barðastrandarsýslu.
Ekki bar á selafárinu annars staðar
við Breiðafjörð, né í Breiðafjarðar-
eyjum (Bergsveinn Skúlason, Jón
Daníelsson, Óskar Níelsson og Sveinn
Gunnlaugsson, munnl. uppl.).
Síðast í júní 1918 urðu menn í
Strandasýslu varir við að roskna land-
seli tók að reka á fjörur. Ýmist voru
selirnir dauðir eða að dauða komnir.
Mest bar á þessu í júlí, en þegar kom
fram í ágúst hætti selina að reka. Að
minnsta kosti 200 selir fundust dauðir
á fjörum í Strandasýslu, og fullvíst má
telja, að margir selir sem aldrei
skolaði á land, hafi drepist (Guð-
mundur G. Bárðarson 1931).
Mest er gert úr selafárinu á
Húnaflóa í rituðum heimildum. Fjalla
nær allar fréttaklaustur í dagblöðum
um selafárið á Ströndum. Þó er þess
getið í Morgunblaðinu 28. ágúst 1918
að selafársins hafi orðið vart á Siglu-
firði. Hafði sést þar veikur selur dag-
inn áður. Einnig getur Morgunblaðið
þess 7. september, að dauða landseli
hafi rekið þá um sumarið að Lóni í
Kelduhverfi. í grein Björns Guð-
mundssonar frá Lóni (1937) segir, að
talsvert hafi borið á selafárinu sumarið
1918 í báðum Þingeyjarsýslum. Njáll
Friðbjörnsson (1931) getur þess, að á
Skjálfanda hafi landseli farið að reka á
fjörur í júlí og var þá að smáreka þar
allt fram í september 1918. Lungu
þessara sela voru bæði bólgin og blóð-
hlaupin, en ekki sá á öðrum líffærum.
Allir voru selirnir eldri en veturgamlir
og voru þeir skinhoraðir.
Selafársins hefur gætt fyrir öllu
Norður- og Norðausturlandi, því að
einnig fundust selsræflar reknir á fjör-
ur á Melrakkasléttu, Langanesi og allt
suður í Bakkafjörð (Eiríkur Þorsteins-
son, Guðmundur Björnsson og Hólm-
steinn Helgason, munnl. uppl.).
Á sunnanverðu Snæfellsnesi og á
Mýrum gekk selafárið um sumarið
1918 (Ásgeir Bjarnason 1939). Krist-
ján Guðmundsson (munnl. uppl.) frá
Hítarnesi þekkti selafárið vel af eigin
raun, enda stundaði hann selveiðar
þegar þessir atburðir gerðust. Taldi
Kristján, að alls hafi hann orðið var
við um 20 sjúka landseli með strönd-
inni frá Straumfirði á Mýrum vestur í
Staðarsveit á Snæfellsnesi. Allt voru
það rosknir selir. Aldrei varð hann var
við veika útseli á þessu sama svæði.
Selsræfla voru að finnast reknir á fjör-
ur haustið 1918 og eitthvað fram eftir
vetri, en þeir geta sést á fjörum um
alllangan tíma eftir dauða skepn-
unnar.
I dagblaðinu Vísi 31. ágúst 1918 er
haft eftir Akurnesingum, sem voru á
leið til Reykjavíkur daginn áður, að
107