Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 122
þeir hafi orðið varir við sel, sem ekki
kafaði, og er leitt að því líkum í
greininni, að selafárið sé að breiðast
út.
Af þessum heimildum má ráða að
selafárið hafi gengið um sumarið við
norðan- og norðaustanverða Faxaflóa.
Engar heimildir greina að fársins hafi
gætt syðst í flóanum, á Reykjanesi né í
Árnessýslu.
Leitað var eftir upplýsingum um
selafárið hjá nokkrum aðilum, sem
þekktu til við Þjórsárósa (Guðríður
Jónsdóttir, Jón Gunnarsson og Sveinn
Sveinsson, munnl. uppl.). Þau höfðu
ekki orðið vör við selafárið og ekki
heyrt um það talað.
Heimildir eru svo um, að selafárið
hafi herjað á svæðinu frá Austur-
Landeyjum austur með ströndinni allt
austur í Lón í Austur-Skaftafellssýslu.
Á þessu svæði var seli að reka á tíma-
bilinu frá miðjum október fram til árs-
loka 1918.
Á Bakkafjöru í Landeyjum rak 4
fullorðna landseli í október og nóv-
ember, þann fyrsta um miðjan októ-
ber (Þórður Loftsson, munnl. uppl.).
Á Skógafjöru fundust 2 fullorðnir
landselir reknir um haustið, en Kötlu-
gosi, sem hófst 12. október 1918, var
kennt um dauða þeirra (Páll Valda-
son, munnl. uppl.). Dauðir selir fund-
ust einnig framan við Pétursey og á
Sólheima- og Skógasandi (Sæmundur
Jónsson, munnl. uppl.).
Á Fagradalsfjöru austan við Vík
fundust 2 fullorðnir landselir reknir í
októberlok 1918 þegar reki var þar
genginn, en selirnir höfðu drepist
nokkru áður; hárið á skinnunum var
farið að losna, og voru þeir ekki nýttir
(Ólafur Jakobsson, munnl. uppl.).
Á fjörur í Meðallandi, við Kúðafljót
og langt austur eftir fjörum fundust
reknir dauðir selir veturinn 1918 (Gísli
Tómasson, munnl. uppl.). Jóhann
Þorsteinsson (munnl. uppl.) kannaðist
sömuleiðis við selapest 1918 á Meðal-
landsfjörum, og var talað um, að
lungnaveiki dræpi selina. Einnig bar á
selafárinu á fjörum Kálffellinga
(Björn Stefánsson, munnl. uppl.).
Heimildir þessar benda allar til þess
að selafárið hafi verið að ganga haust-
ið 1918 og eitthvað fram eftir vetri í
Rangárvalla- og V-Skaftafellssýslum.
Selsræflarnir voru aftur á móti að finn-
ast á fjörum löngu eftir að fárið var
gengið yfir, jafnvel fram á sumar 1919.
Samkvæmt munnlegum heimildum um
selafárið 1918 í Öræfasveit (frá Bjarna
Sigurðssyni, Flosa Björnssyni og
Magnúsi Þorsteinssyni) í samantekt
Sigurðar Björnssonar (1981), fór
óvenju mikið af stórum landsel að
reka á fjörur í Öræfum um veturnætur
1918. Hélt selarekinn áfram eitthvað
fram á vetur. Giskað var á, að í allt
hafi um 40 seli rekið á fjörur í Öræf-
um. Líkur voru taldar á, að miklu
fleiri selir hefðu drepist, því að sama
sem ekkert veiddist af kópum næstu
ár. Ekki bar á sjúkdóminum í útsel í
Öræfum.
Selafársins gætti á öllu svæðinu frá
Öræfum austur á Lónsfjörur (Sigurjón
Sigurðsson, munnl. uppl.). Á Horni í
A-Skaftafellssýslu bar mjög mikið á
selafárinu, fyrst varð vart við veikan
sel þar um miðjan september 1918 og
gekk faraldurinn yfir á næstu þremur
mánuðum. Mest drapst af selum í
október og nóvember. Allir selirnir,
sem drápust, voru fullorðnir landselir,
og munu alls um 100 selir hafa drepist
108