Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 125
álitið, að selirnir hefðu drepist úr
lungnabólgu. Varð þetta til þess, að
sumir þorðu ekki að nota nema skinn-
ið af selunum, en víða var spikið (lýs-
ið) og kjötið notað til skepnufóðurs.
Þó var soðið upp á kjötinu áður en það
var saltað vegna ótta við smit.
Á Bakka í Austur-Landeyjum voru
4 selir, sem allir fundust nýreknir,
nýttir til manneldis án þess að heim-
ilsfólkinu yrði meint af. Sérstaklega
var einn selurinn feitur, en enginn
þeirra hafði dregist upp, heldur höfðu
þeir drepist snögglega. Selirnir voru
taldir hafa drepist úr lungnabólgu, því
að lungu þeirra voru rauð og blóð-
hlaupin (Þórður Loftsson, munnl.
uppl.).
Héraðslæknir á Hornafirði haustið
1918, þegar selafárið gekk þar yfir, var
Hendrik Erlendsson. Var farið til lækn-
isins með lungu og líffæri úr sel sem
drapst á Hornsfjörum. Greindi læknir-
inn sjúkdóminn lungnabólgu, sem leitt
hefði selina til dauða (Sigurjón Sig-
urðsson, munnl. uppl.).
Á Horni í Austur-Skaftafellssýslu
drápust selirnir grindhoraðir fyrst í
stað, en spikfeitir þeir, sem síðast
drápust.
Ef dregnar eru saman sjúkdómalýs-
ingar þær, sem hér hafa verið tilfærð-
ar, kemur fram samdóma álit allra
þeirra, sem skoðuðu líffæri dauðra
landsela, að lungnabólga (lungna-
veiki) hafi verið dauðaorsökin. Einn
þeirra mörgu, sem komst að þeirri nið-
urstöðu, var héraðslæknirinn á Horna-
firði, Hendrik Erlendsson.
Lýsingar á útliti á lungum þessara
sela voru svipaðar; „lungun voru bólg-
in og blóðhlaupin, svört eða rauð og
uppblásin". Ekki var tekið eftir, að
önnur líffæri þessara sela væru óeðli-
leg. Selirnir virtust forðast sjóinn og
ekki vera færir um að kafa. Einnig var
þess getið, að þeir hafi ekki sokkið
nýdauðir. Heimildir greina ennfrenr-
ur, að selirnir hafi stundum skriðið
upp á land og drepist töluvert frá sjó,
m.ö.o. flúið sjóinn.
Allar heimildir geta þess, að einung-
is fullorðinn landselur hafi tekið
veikina. í frétt frá Borðeyri í Morgun-
blaðinu 25. ágúst 1918 er þó minnst á
kópa, en þess getið að „mest hafi rekið
gamla seli og vetrunga, en fáa kópa“.
Af einhverjunt ókunnum orsökum
virðast kópar, sem fæddust vorið 1918,
ekki hafa drepist. Kópurinn er á spena
í 4—6 vikur eftir fæðingu, og kæpingin
hefst um miðjan maí og stendur út júní
(Erlingur Hauksson 1980). Verður að
telja líklegt, að eitthvað hafi farist af
kópum, sem misstu mæður sínar þetta
sumar, þó að þess sé óvíða getið.
Heimildir frá Látrum, V-Barða-
strönd, Ströndum, Skjálfanda og af
sunnanverður Snæfellsnesi greina frá
því að selirnir sem þar drápust, hafi
dregist upp og drepist skinhoraðir. At-
hyglisvert er, að heimildir þessar eru
allar af svæðinu vestan- og norðan-
lands. Sunnan- og suðaustanlands
kemur á hinn bóginn fram að hluti
selanna virðist drepast fljótlega eftir
að þeir sýkjast, því að selirnir fundust
feitir. Af þessu svæði eru heimildir
um, að selirnir hafi verið nýttir til
manneldis í Landeyjum, til fóðrunar
búpenings í Öræfum, og spik var tekið
af feitum selum á Horni á Nesjum.
Einnig voru skinn verkuð og seld á
þessu svæði.
Þessi munur á sjúkdóminum milli
áðurnefndra landsvæða er athyglis-
111