Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 126
verður. Voru tveir faraldrar á ferðinni
við ísland 1918? Annar, sem gengur
fyrir vestur- og norðurlandi fram til
haustsins 1918 og virðist ekki hafa
snöggdrepið selina og hinn, sem herjar
svo við suður- og suðausturströndina í
október og fram í desember og veldur
mun bráðari dauða. Þeim síðari kynni
að hafa valdið svæsnari veirustofn,
sem magnast hefði upp í selastofnin-
um. Einnig má vera að fylgikvillar af
völdum annarra sýkla hafi þarna kom-
ið til, en ýmsar bakteríur geta náð
fótfestu í lungum í kjölfar inflú-
ensuveiru. Okkur skortir gögn til þess
að fullyrða nokkuð um þetta.
Erfitt er að giska á hversu margir
selir drápust úr selafárinu 1918. Þó má
álíta, að ekki færri en 1000 selir gætu
hafa drepist hér við land. Þessi tala er
fundin með því að nota þær upplýsing-
ar sem Guðmundur G. Bárðarson
(1931) gefur um fjölda dauðra sela í
Strandasýslu (þ.e. 200 selir) ásamt
gögnum um selveiði á Ströndum, sam-
kvæmt hlunnindaskýrslum Hagstofu
íslands.
Á árunum 1900—1918 veiddust að
meðaltali 1085 kópar á ári í Stranda-
sýslu (Fiskiskýrslur 1900—1919). Ein-
ungis landselskópar veiddust í
Strandasýslu á þessum árum (Guð-
mundur Guðmundsson, munnl.
uppl.). Á árunum 1900—1918 veiddust
að meðaltali 5875 kópar á ári við ís-
land. Ef útselskópar eru 10% af
kópaveiðinni hafa veiðst 5287 land-
selskópar. Rétt rúmur Vs (20.5%) allra
landselskópanna sem veiddist við
landið á þessum árum veiddist í
Strandasýslu. Ef Vs landselastofnsins er
á Ströndum á þessum árum og selafár-
ið hefur herjað í svipuðum mæli ann-
ars staðar við landið þá hafa á landinu
öllu drepist 5 sinnum fleiri selir en á
Ströndum, þ.e. a.m.k. 1000 selir.
Stofnstærð landsels við íslands-
strendur árið 1918 er ekki þekkt.
Stofnstærðina má samt áætla til að fá
hugmynd um, hversu mikill hluti
stofnsins hefur drepist úr selafárinu.
Teitur Arnlaugsson (1973) hefur
beitt aðferð til að meta stofnstærð
landsels við ísland út frá fjölda
veiddra landselskópa. Sé gengið út frá
nákvæmlega sömu forsendum og Teit-
ur notar, hefur þurft 24.343 landseli til
að standa að þeim 4706 landsels-
kópum sem veiddust vorið 1918.
Stofnstærð landsels eftir kæpingu 1918
er því áætluð að hafa verið um 29.000
landselir.
Út frá þessum niðurstöðum sést að
hafi 1000 selir drepist úr selafárinu af
stofni, sem taldi um 29.000 einstakl-
inga þá hafa 3.4% stofnsins drepist af
völdum selafársins 1918. Líklega er
þetta þó of lágt áætlað, því að fjöldi
veiddra kópa við ísland féll úr 5336 í
4278, eða um 20% milli áranna 1918
og 1919 (Fiskiskýrslur 1900-1919). Til
samanburðar má geta þess að dánar-
tíðni af völdum spönsku veikinnar í
Reykjavík er talin um 1.7% sam-
kvæmt heilbrigðisskýrslum.
HUGSANLEG TENGSL SELA-
FÁRSINS OG SPÖNSKU
VEIKINNAR 1918
Af hinum fjölmörgu greinagóðu lýs-
ingum má ráða, að selafárið 1918 hafi
verið bráð, smitandi lungnabólga, lík
þeirri, sem nú hefur geisað við aust-
112