Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 127
urströnd Norður-Ameríku. Blæðingar
í lungum eru áberandi, bæði í sela-
fárinu 1918 og einnig í sjúkum selum
vestan hafs. Einkenni öll og hegðun
sjúkra dýra eru næsta svipuð í báðum
tilvikum. Þar sem sýnt hefur verið
fram á það með veiruræktun og sýk-
ingatilraunum, að inflúensuveira veld-
ur selafárinu vestan hafs, verður að
teljast mjög líklegt, að selafárið við
Island 1918 hafi einnig verið inflúensa,
þó að slíkt verði trúlega aldrei hægt að
sanna.
Sú spurning hlýtur óhjákvæmilega
að vakna, hvort einhver tengsl hafi
verið við spönsku veikina, inflúensu-
landfarsóttina miklu, sem geisaði um
heim allan og þar með á íslandi árið
1918. Hin mannskæða spánska veiki
barst til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar
með skipum frá Danmörku og Eng-
landi um 20. október og náði hámarki
dagana 6. —16. nóvember (Þórður J.
Thoroddsen 1919). Áður hafði væg
inflúensa borist til Reykjavíkur í júní
og breiðst nokkuð út um landið. Talið
er, að þeir sem tóku þessa vægu inflú-
ensu um sumarið hafi ekki sýkst af
spönsku veikinni sjálfri, þegar hún
kom til landsins um haustið, og má því
vera að þessir veirustofnar hafi verið
náskyldir. Heimildir okkar um selafár-
ið greina, að þess hafi verið farið að
gæta síðla vetrar eða snemma vors fyr-
ir Vestfjörðum, og eru því ekki líkur á
því, að veikin hafi borist úr mönnum í
seli hérlendis, og ekkert bendir til þess
að menn hafi sýkst af veikum selum,
enda gætti selafársins sums staðar við
strendur héraða, sem eru talin hafa
sloppið við spönsku veikina.
Margt er þó líkt með selafárinu og
spönsku veikinni. Lungnabólga með
blæðingum er sameiginlegt einkenni.
Spánska veikin hafði þá sérstöðu sam-
anborið við flesta inflúensufaraldra,
að hún lagðist þyngst á fólk á besta
aldri, en síður á börn og gamalmenni.
Selafárið virðist hafa einkum banað
fullorðnum selum, en síður kópum.
Hugsanlegt er, að fram hafi komið í
náttúrunni nýtt afbrigði af inflú-
ensuveiru, búið einhverjum þeim erfða-
þáttum, sem stuðla að óvenju hastar-
legum lungnaskemmdum í spen-
dýrum. Hvort þetta veiruafbrigði hef-
ur átt uppruna sinn í fuglum eins og
virðist um inflúensuveiru þá, sem hef-
ur valdið fári í selum vestan hafs nú
undanfarið, er ekki gott að ráða í
svona löngu eftir á. Hugsanlegt er, að
tvenns konar afbrigði af svæsinni veiru
hafi komið fram. Annað hafi fengið
eiginleika til þess að sýkja seli, en hitt
menn. Vitað er, að veirustofn ná-
skyldur þeim, sem olli spönsku
veikinni í mönnum, hefur valdið inflú-
ensu í svínum víða um heim frá því á
árum eftir fyrri heimstyrjöld og fram á
okkar daga. í þessu sambandi má geta
þess, að svínainflúensufaraldur gekk í
Belgíu 1979 og reyndist veirustofninn
mjög líkur inflúensustofnum, sem
ræktast höfðu úr villiöndum í Kanada
og Þýskalandi 1976—1977 (Pensaert
o.fl. 1981). Allsterkum stoðum hefur
nú verið rennt undir þá tilgátu að in-
flúensufaraldur í spendýrum geti átt
rót sína að rekja til veirustofna í fugl-
um, og verður því að gera ráð fyrir
þeim möguleika, að veirustofn úr fugl-
um geti orsakað landfarsóttir í
mönnum.
Þó að okkur hafi ekki tekist að
tengja beint selafárið 1918 og spönsku
veikina í mönnum, er það athyglisvert
113