Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 131
Mikael Jeppson:
Disciseda candida (moldkúla),
fundin á Islandi
(íslenskir belgsveppir V)
INNGANGUR
Fjallað hefur verið um belgsveppi í
Náttúrufræðingnum í nokkrum grein-
um og eru þær eftir Helga Hallgríms-
son (1963 a & b og 1972) og Mikael
Jeppson (1979). Hér verður ein teg-
und í viðbót gerð að umfjöllunarefni
og eru þó ekki allar íslenskar tegundir
raktar, því eftir er að rita um sveppi af
ættkvíslinni Calvatia, sem á nokkrar
tegundir á íslandi. í grasasafni Nátt-
úrufræðistofnunar íslands í Reykjavík
eru nokkrir belgsveppir (Gasteromyc-
etes), sem Ólafur Davíðsson á Hofi í
Hörgárdal hefur safnað um aldamótin
síðustu. Þar á meðal er eitt sýni (nr.
1369) með um 10 aldinum (kúlum),
sem Ólafur hefur safnað 16. júní árið
1900, „inni í hlöðustafni“ á Hofi. Hef-
ur hann sjálfur greint sveppina sem
Lycoperdon sp. Aldinin eru af mis-
munandi stærð og aldri, (flest á stærð
við kirsuber); grábrún að lit og við þau
loðir rnold og torfagnir. Er sýnilegt að
þau hafa vaxið að mestu eða öllu leyti
á kafi í veggnum.
Þegar Helgi Hallgrímsson yfirfór
greiningar á þessum belgsveppum í
safninu, 1962, sá hann að hér inyndi
vera um Disciseda-tegund að ræða og
ritaði í dagbók sína:
„Þessarar tegundar er ekki getið héðan
í ritum, en hún vex t. d. í Noregi, eða
tegund sem er náskyld henni, Disciseda
candida, en ekki þorði ég að ákveða
hvort þetta var hún eða D. bovista, sem
einnig er víða í Evrópu."
Síðan hefur Helgi safnað belgsveppum
víða um landið og er til mikið safn af
þeim í grasasafni Náttúrugripasafnsins
á Akureyri, en Disciseda hefur ekki
fundist aftur. Er fundur Ólafs því
mjög merkilegur, ekki síst vegna hins
óvenjulega vaxtarstaðar. Eyþór Ein-
arsson, grasafræðingur á Náttúru-
fræðistofnun Islands, hefur gert mér
þann greiða að lána mér sýni Ólafs
Davíðssonar til nánari athugunar. Hef
ég komist að þeirri niðurstöðu að um
sé að ræða tegundina Disciseda
candida (Schwein) Lloyd, enda þótt
ýmis einkenni stemmi ekki fullkom-
lega við þá tegund, eins og nánar verð-
ur getið hér á eftir.
Ættkvíslin Disciseda Czern. tilheyr-
ir flokki físisveppanna (Lycoper-
dales). Hún líkist að ýmsu leyti eld-
sveppunum (Bovista) (sbr. Helgi
Hallgrímsson 1963), en skilur sig frá
þeim í því að aldinin nryndast niðri í
jarðveginum og koma fyrst upp þegar
þau eru fullþroska. Ytra lag sveppsins
(útbyrðan) verður þá eftir í holunni,
en stundum situr þó hluti þess fastur
ofan á kúlunni, sem losnar nú og getur
fokið um eins og hjá sumum eldsvepp-
Náttúrufræöingurinn 52 (1—4), bls. 117—120, 1983
117