Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 132
um, t. d. kerlingareldi (Bovista nigres-
cens). Dálítið gat kemur á kúluna að
neðanverðu, og gegnum það geta svo
gróin sáldrast út og dreifst.
Ættkvíslarnafnið Disciseda (disk-
sæta) höfðar til leyfanna af útbyrð-
unni, sem oft líkist hettu eða diski.
Um 15 tegundir eru þekktar af ætt-
kvíslinni, en í Skandinavíu hafa aðeins
tvær þeirra fundist með vissu, þ. e. D.
candida og D. bovista (Klotzsch)
Henn. Ættkvíslin sem heild hefur ekki
verið tekin til gagngerðrar rannsókn-
ar, og eru tegundamörk því ekki sem
skýrust og sumar tegundir etv. vafa-
samar.
Ættkvíslin Disciseda hefur ekki
hlotið neitt íslenskt nafn, en Helgi
Hallgrímsson hefur stungið uppá að
kalla hana moldkúlu.
Orðið candidus (lat.) merkir hvítur
eða skínandi, og mun höfða til kúlunn-
ar áður en hún er fullþroska. Tegund-
inni veröur nú lýst nánar og hinum ís-
lensku eintökum sérstaklega.
DISCISEDA CANDIDA (Schwein)
Lloyd. (Moldkúla)
Aldinin kúlulaga eða dálítið aflöng,
0.5—1.3 cm í þvermál, vaxa neð-
anjarðar en koma upp við þroskann og
losna, í fyrstu gráhvít (útbyrðan) síðar
grábrún (innbyrðan), eða brún. Hýðið
allþykkt, skinnkennt, opnast með
óreglulegu gati. Gróduftið er dökk-
gulbrúnt. Kapilluþræðirnir brotnir,
3-6p í þvermál; brotin bein eða bylgj-
ótt, nokkuð jafnþykk, sjaldan greind,
glær eða með daufum gulbrúnum lit.
Gróin kúlulaga, 5-7 p í þvermál, með
örsmáum vörtum og oftast með stuttu
halabroti. (1. niynd). Fundin að Hofi í
1. mynd. Disciseda candida (moldkúla)
frá Hofi í Hörgárdal. Safnað 16.6.1900, af
Ólafi Dvíðssyni. a: aldin, b: gró og c:
kapilluþræðir. — Disciseda candida from
Hof in Hörgárdatur, northern lceland.
Collected 16.6.1900 by Ólafur Davíðsson.
a: fruitbody, b: spores and c: capillitium.
Hörgárdal, Eyjafirði „inní hlöðu-
stafni", 16. júní, 1900, Ólafur Davíðs-
son leg. (1369 REYK).
Ekki er ljóst hvort umsögnin „inní
hlöðustafni" merkir að sveppurinn
hafi vaxið í stafninum að utanverðu
eða inni í hlöðunni, en líklegra er þó
að hann hafi vaxið að utanverðu. og
„inní“ merki aðeins að hann hafi v
á kafi í veggnum, enda leynir það
ekki. Ólíklegt er að sveppurinn hafi
vaxið inn í hlöðuna, sem hefur að lík-
indum verið dimrn, og enn ólíklegra
að hann hefði fundist þar inni. Þessi
fundarstaður gæti bent til þess að um
slæðing væri að ræða, er hefði borist
með timbri eða öðru efni sem notað
var í hlöðuna, en svo þarf þó ekki að
vera, sbr. það sem síðar verður sagt
um vaxtarstaði hans erlendis.
íslensku eintökin hafa, sem fyrr get-
ur, vaxið á kafi í veggnum, en Ijósir
blettir á sumunt stærri eintökunum
benda þó til að þau hafi staðið aðeins
út úr honum. (Veggurinn hefur líklega
verið úr mýratorfi (klömbu), og ógró-
118