Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 135
Ólafur S. Ástþórsson
og Ingvar Hallgrímsson:
Tvær nýjar rækjutegundir
(Natantia) við ísland
í leiðöngrum Hafrannsóknastofnun-
ar fást oft sjaldgæfir fiskar og hrygg-
leysingjar í veiðarfæri. Þannig eru til
dæmis í fórum Svif- og botndýra-
deildar stofnunarinnar nokkrar teg-
undir krabbadýra (Crustacea), sem
sumar hverjar eru nýjungar í sjávar-
dýrafánu íslands. Tegundagreining
dýra er oft vandkvæðum bundin, hún
krefst yfirleitt sérfræðiþekkingar, sem
einungis er á valdi fárra manna og er
greining oft mjög tímafrek. Eftir því
sem aðstæður Ieyfa, er þó reynt að
greina eða fá greind þau sjaldgæfu dýr
sem finnast, og skýra síðan frá fundin-
um, ef um nýjung er að ræða í íslensku
dýraríki. Hér að neðan verður greint
frá tveimur ræjutegundum (Natantia),
sem nýlega hafa fundist í leiðöngrum
Hafrannsóknastofnunar. Báðar eru
tegundirnar þekktar frá nálægum haf-
svæðum (Stephensen 1935, Heegaard
1941), en aftur á móti er þeirra ekki
getið sem íslenskra tegunda í ritgerð
Stephensens (1945) um íslenskar tí-
fætlur (Decapoda).
í flokkunarfræði krabbadýra er
rækjum (Natantia) yfirleitt skipt í tvo
aðalhópa, Penaeidea og Caridea.
Nokkur útlitseinkenni eru notuð til
þess að greina á milli hópanna tveggja.
Hjá Penaeidea rækjum leggjast hlið-
arplötur (pleura) á öðrum lið afturbols
ekki ofan á hliðarplötur fyrsta liðar
heldur aðeins hins þriðja (1. mynd a).
Þá er afturbolur Penaeidea yfirleitt án
kryppu eða kengs og þær eru ávallt
með kló á þriðja pari ganglima. Hjá
Caridea rækjum liggja hliðarplötur á
öðrum lið afturbols aftur á nróti bæði
ofaná hliðarplötum fyrsta og þriðja
liðar (1. mynd b). Afturbolur Caridea
er oftast með áberandi keng eða
kryppu og engin kló er á þriðju gang-
fótum frambols.
Penaeidea rækjur eru mjög algengar
á hitabeltissvæðum og flestar þær
rækjutegundir, sem þar finnast í
veiðanlegum mæli teljast til þeirra. Á
norðlægum svæðum eru Caridea rækj-
ur hins vegar nær alls ráðandi og sam-
kvæmt Stephensen (1945) voru allar
þær rækjutegundir, sem þá höfðu
fundist við ísland, Caridea rækjur. Af
þeim tegundum sem hér er sagt frá,
telst Sergestes arcticus til Penaeidea en
Sclerocrangon ferox til Caridea. S. arc-
ticus er ein af fáum Penaeidea rækj-
um, sem finnast í norðanverðu Norður
Atlantshafi, og sú eina, sem fundist
hefur við ísland, Grænland og Noreg.
Sergestes arcticus Kröyer
f seiðaleiðangri Hafrannsóknastofn-
unar í ágúst 1982 fékkst Sergestes arc-
ticus í svifháfa undan suðaustur-
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 121-126, 1983
121