Náttúrufræðingurinn - 1983, Blaðsíða 138
3. mynd. Sergestes arcticus. Teiknað eftir Kemp úr Christiansen (1972). — Sergestes
arcticus redrawn after Kemp from Christiansen (1972).
lirfanna eru með mjðg vel þróaða og
sterka kló, sem talin er sérstök að-
lögun, til þess að auðvelda þeim að
hanga á móðurinni. Loks þegar lirfu-
þroskun er lokið, lirfurnar orðnar um
11 mm að lengd, og farnar að líkjast
fullorðnum dýrum að útliti, sleppa þær
haldi sínu á móðurinni og hefja sjálf-
stæða lífsbaráttu. Nokkuð algengt er
að sjávarlífverur á heimskautasvæðum
eignist vel þroskuð afkvæmi eða veiti
þeim vernd og umhyggju fyrst eftir
klak. Ekkert er vitað um aldur né
vaxtarhraða hjá S. ferox, en vöxturinn
er að öllum líkindum mjög hægur við
þann lága hita, sem dýrin lifa í.
Stærstu einstaklingarnir sem fundist
hafa eru um 130 mm.
Útbreiðslusvæði Sclerocrangon fer-
ox er í Norðuríshafinu allt í kringum
heimskautssvæðið, en þó hefur hún
ekki enn fundist við íshafsstrendur
Ameríku. Nyrsti fundarstaður S. ferox
er norður af Svalbarða á 81°21’N.
(Stephensen 1935, Heegaard 1941).
Samkvæmt Stephensen (1935) hefur
Sclerocrangon ferox fundist nokkrum
sinnum áður á 500-600 m dýpi undan
norðausturströnd íslands. Er Stephen-
sen (1945) ritaði um íslenskar tífætlur í
„The Zoology of Iceland“ voru aðeins
þær tegundir, sem fundist höfðu ofan
400 m dýpis taldar til íslensku fánunn-
ar og því var S. ferox ekki talin þar
með. Þeir fundarstaðir S. ferox, sem
nú er greint frá eru allir ofan 400 m og
því er rétt að telja hana íslenska teg-
und samkvæmt þeirri viðmiðun, sem
Stephensen (1945) notaði. Við 400 m
dýpi er dýpsta lína, sem draga má
umhverfis ísland án þess að vikið sé
verulega frá útlínum þess, og þannig
vildi t. d. Hermann Einarsson (1955)
skilgreina íslenska landgrunnið.
Hitt er svo aftur annað mál, hvort
ekki sé rangt eftir útfærslu íslenskrar
landhelgi í 200 mílur að miða áfram
við 400 m dýpi, þegar metið er, hvort
tegundir skuli taldar til íslenskra
sjávardýra. íslendingar ráða nú yfir
víðáttumiklum hafsvæðum þar sem
dýpi er mun meira en 400 m, og rann-
sóknir á þeim munu áreiðanlega leiða í
ljós margvíslegar nýjungar hvað snert-
124