Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 141
Jón Jónsson:
Eldgos á sögulegum tíma
á Reykjanesskaga
INNGANGUR
Reykjanesskagi er hluti af
gosbeltinu, sem liggur um ísland þvert
og er í beinu framhaldi af Reykjanes-
hryggnum, sem neðansjávar teygir sig
langt suðvestur í haf og raunar er hluti
af Atlantshafshryggnum mikla. Frá
því að síðasta kuldaskeiði lauk hefur
mikil eldvirkni verið á þessu svæði
bæði ofansjávar og í hafi. Sú eldvirkni
hefur á umliðnum öldum byggt upp
Reykjanesskaga og verður ekki enn
séð nokkurt lát á þeirri starfsemi. Er
það efni þessarar greinar að draga
saman nokkrar staðreyndir í því sam-
bandi.
Jarðvísindalega séð er Reykjanes-
skagi hreinasti dýrgripur því hann er
einn aðgengilegasti hluti hins virka
gosbeltis og dæmi um það hvernig slík-
ir hryggir byggjast upp.
HEIMILDIR UM ELDGOS
Á REYKJANESSKAGA
Fyrsta heimild um gos á umræddu
svæði er hin alkunna frásögn
Kristnisögu: „Þá kom maðr hlaupandi
ok sagði að jarðeldr var upp kominn í
Ölfusi ok mundi hann hlaupa á bæ
Þorodds goða“ (Kristnisaga, bls. 270).
Kristnisaga er talin vera „að stofni til
frá 12. öld“ (sama heimild bls. 29) og
gæti því verið rituð rösklega öld eftir
að atburðir þessir áttu sér stað. Hér er
að sjálfsögðu látið liggja milli hluta
hvort kristnitakan hafi verið árið 1000
eða 999.
Lengi hefur verið fullyrt að gos
þetta hafi verið í gígaröð austan við
Hveradali. Svo gerir Hálfdán Jónsson
(1703, útg. 1979), Sveinn Pálsson
(1945) og svo hver af öðrum, m. a.
hefur það slæðst inni í sögu íslands I
(Sigurður Líndal 1974, bls. 241) og er
þar til áréttingar sýnd mynd af hraun-
tungu þeirri sem „mundi hlaupa á bæ
Þórodds goða“ að Hjalla.
Síðari heimildir um eldgos á
Reykjanesskaga eru með afbrigðum
óljósar og torráðnar. Þannig er t. d.
getið um gos í Trölladyngju eða
Trölladyngjum 1151, 1188, 1340, 1360
og 1389—90 og um hraun, sem runnið
hafi niður í Selvog 1340 (Þorvaldur
Thoroddsen 1925, 1958). Líkur eru til
að það, sem nú er nefnt Brennisteins-
fjöll hafi áður fyrr verið nefnt Trölla-
dyngjur, en sannanlega hefur þar ver-
ið eldvirkni mikil - og líka á sögu-
legum tíma og verður að því vikið
síðar.
Ljóst er að Ögmundarhraun hefur
runnið á sögulegum tíma þar eð það
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4). bls. 127-139. 1983
127