Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 142
hefur runnið yfir bæ og hluti af rústum
hans sést ennþá, en skráðar heimildir
um það gos munu ekki vera fyrir
hendi.
Vafalaust hafa skráðar heimildir um
ýmsa atburði á þessum landshluta, þar
á meðal eldgos, glatast í aldanna rás.
Má í því sambandi minna á afdrif bóka
Viðeyjarklausturs (Árni Óla 1969).
Nú hefur, eftir mismunandi leiðum,
verið mögulegt að sýna fram á, að
a. m. k. 12 eða 13 eldgos hafa átt sér
stað á Reykjanesskaga frá því að nor-
rænt landnám hófst hér (1. mynd).
ALDURSÁKVARÐANIR
Aðferðum, sem notaðar hafa verið
til þess að flokka aldur hrauna á
Reykjanesskaga má skipta í 4 flokka:
1) Sögulegar heimildir.
2) Geislakolsákvarðanir, C14.
3) Öskulög.
4) Afstaða til hrauna með þekktan
aldur.
Eins og áður er sagt, eru sögulegar
heimildir um eldgos á þessum lands-
hluta bæði mjög fátæklegar og auk
þess svo ruglingslegar að vant er að
vita hverju má treysta. Örnefnið Nýja-
hraun (Kapelluhraun) bendir til þess
að það hafi orðið til á sögulegum tíma.
Bæjarrústirnar í Ögmundarhrauni tala
sínu máli, en þar með eru sannanir á
þrotum. Um vitnisburð annála er áður
getið. Ákvarðanir aldurs gróðurleifa
(C14) hafa reynst notadrjúgar þar sem
þeim verður við komið. Öskulög með
þekktan aldur hafa einnig verið mjög
til hjálpar eins og sýnt verður hér á
eftir. Einkum eru það tvö öskulög,
sem hafa haft mikla þýðingu í þessu
sambandi, en þau eru landnámslagið
frá því um 900 (Sigurður Þórarinsson
1968, Jón Jónsson 1978) og öskulag frá
Kötlu um 1495 (Jón Jónsson 1978).
Bæði eru þessi öskulög auðþekkt séu
þau á annað borð sæmilega greinileg.
Landnámslagið er tvílitt, ljóst að neð-
an en svart að ofan. Öskulagið frá
Kötlu er svart og þykkara en nokkurt
annað öskulag í jarðvegssniðum á
þessu svæði ofar en landnámslagið.
SÖGULEG HRAUN Á
REYKJANESI
Svínahraun — Kristnitökuhraunið
Sýnt hefur verið fram á að yngsta
hraunið austan við Hveradali getur
ekki verið frá gosi því, er Kristnisaga
getur um, ekki heldur hraunið úr Eld-
borg undir Meitli, er runnið hefur
þannig, að það stefnið á Hjalla í Ölfusi
og kemur að því leyti vel heim við
söguna. Hins vegar er landnámslagið
ofan á Eldborg, og mosakol undan
hrauninu við Hveradali sýna að það er
um 800 árum eldra en kristnitakan
(Jón Jónsson 1977).
Þetta leiddi til þess að gerðar voru
athuganir á yngsta hrauninu milli
Lambafells og Bláhnúks, en það er
augljóslega yngra en það, sem talið var
vera Kristnitökuhraunið. Kom brátt í
ljós að landnámslagið er undir þessu
hrauni, en Kötlu-lagið frá um 1495
Mynd 1. Kort yfir hraun þau á Reykjanesskaga sem runnin eru á sögulegum tíma. Birt
með leyfi Náttúrufræðistofnunar íslands og Landmælinga íslands. — Geoligical map of
the Reykjanes peninsula showing lavas erupted in historical times.
128