Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 146
Mynd 2. Rjúpnadyngnahraun. Landnámslagið undir totu úr hrauninu, en svarta Kötlu-
lagið ofan á. — The Rjúpnadyngjur lava. The settlement layer (approximately A. D. 900)
underneath a tongue of the lava, but the Katla tephra of 1495, on top.
hraunreipa. Það hefur runnið í fremur
mjóum straumi norðvestur fjallið milli
eldri hrauna og fallið í bröttum fossi
ofan í Fagradal, þar sem það hefur
hrifið með sér stór björg og steina úr
brúninni og liggja þeir nú í tugatali
ofan á hrauninu í dalnum, meðal
grjóts sem síðar hefur hrunið úr fjall-
inu út á hraunið. Það hefur svo haldið
áfram allt að Undirhlíðum og loks
staðnæmst í Breiðdal og þekur allan
dalbotninn með sléttu hrauni. Þar sem
það fellur niður í dalinn austan við
Breiðdalshnjúk er það örþunnt (4.
mynd). Leysingavatn hefur þar grafið
sér farveg meðfram því og nokkuð inn
undir rönd þess. Þar má sjá jarðveg
þann, sem hraunið rann yfir og finna
ieifar þess gróðurs, sem þar var þá og
raunar liggja þær gróðurleifar í sjálfu
landnámslaginu. Liggur því tvöföld
sönnun fyrir aldri þessa hrauns, enda
gaf C'J ákvörðun um ár 910. Meðal
gróðurleifa virtist vera beitilyng, víðir,
bláberjalyng og einir, en þetta allt vex
á staðnum enn í dag.
Selvogshraun
Skammt eitt austan við hina fornu
brennisteinsnámu, sem raunar mun
hafa gefið þessum fjallaslóðum nafn,
rís á fjallsbrún hár og brattur gígur,
sem ég í dagbókum mínum hef nefnt
Gráfeld. Hljóti það nafn viðurkenn-
ingu, skal hraun þetta Gráfeldshraun
heita, en fram til þess nota ég hitt
nafnið enda hef ég áður notað það
(Jón Jónsson 1978). Þessi gígur er á
sprungu og smágígir eru vestan við
hann. Auðsætt er að hann hefur þegar
130