Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 153
endanlegar. Svo virðist sem eldvirkni
hafi verið mikil á tímabilinu 1000-
1400 og raunar eins skömmu fyrir
landnám. Hraun frá sögulegum tíma
þekja um 143 km2 og rúmtak þeirra
ætti að vera um 2,3 km\ Einnig þetta
eru lágmarkstölur.
Pað skal tekið fram að enda þótt
hraunin 6, sem talin eru í efri hluta
töflunnar, séu sett í ákveðna aldursröð
er engan veginn víst að hún sé rétt.
Ljóst er að Kóngsfellshraun er yngra
en Rjúpnadyngjur, en þær aftur yngri
en Tvíbollahraun. Arnarseturshraun
og Afstapahraun gætu vel verið frá
sama tíma. Spursmál sem þessi hljóta
að bíða úrlausnar.
Af sumum hraunanna eru til nokkr-
ar aldursákvarðanir gerðar með nokk-
urra ára millibili, aðrar samtímis. Af
Leitahrauni eru til 4 ákvarðanir, af
Óbrinnishólum 4, Reykjafellshrauni 3
Tafla I. Hér er fært saman það, sem nú er vitað um aldur hrauna á Reykjanes-
skaga. — Summary of known age of lava flows on the Reykjanes peninsula.
A. Hraun runnin á sögulegum tíma. - Historícal lava flows.
Nafn Aðferð við aldursákv. C14 aldur Hraun runnið ca. Heimild
Tvíbollahraun C14+T 1075±60 875 Jón Jónsson 1977a
Breiðdalshraun C14+T+R 1040±75 910 Jón Jónsson 1978
Kristnitökuhraun S+T 1000 Jón Jónsson 1979
Ögmundarhraun c14 945 ±85 1005 Jón Jónsson 1981
Nýjahraun (Kapelluhraun)C14+S 940±85 1005 Jón Jónsson 1978
Gvendarselshraun C14+T+R 875 ±75 1075 - ekki áður birt
Rjúpnadyngnahraun T+R. síðar en ca. 900 1150? - ekki áður birt
Kóngsfellshraun R síðar en ca. 900 1200? - ekki áður birt
Arnarseturshraun T síðar en ca. 900 1300? - ekki áður birt
Afstapahraun T síðar en ca. 900 1325? - ekki áður birt
Selvogshraun S+T+R síðar en ca. 900 1340? Jón Jónsson 1978
Traðarfjallahraun T 1340 - ekki áður birt
B. Hraun runnin á forsögulegum tíma. — Prehistoric lavaflows.
Nafn Aðferð við aldursákv. C14 aldur Hraun runnið ca. Heimild
Reykjafellshraun C14 1857±87 92 AD Jón Jónsson 1977b
Eldborg undir Meitlum C14+T 2025 ±65 175 f.kr. - ekki áður birt
Óbrinnishólar c14 2142+62 192 f.kr. Jón Jónsson 1974
Eldvörp c14 2150±65 200 f.kr. - ekki áður birt
Sandfellsklofahraun C14 3010±70 1060 f.kr. Jón Jónsson 1973
Sundhnúkahraun c14 2350 ±90 1300 f.kr. Jón Jónsson 1973
Hveradalahraun c14 4900±70 2950 f.kr. Jón Jónsson 1977
Leitahraun c14 4608 ±85 2658 f.kr. Jón Jónsson 1971
Búrfellshraun c14 7240±130 5290 f.kr. Guðm. Kjartanss.1972
C14 = geislakolaákvörðun, T = með öskulögum, S = á sögulegum grundvelli, R
= afstaða til annarra hraunlaga, - CN = age determinations, T = tephrochrono-
logical, S = according to historical records, R = in relation to other lava flows
with known age, f.kr. = B.C.
137