Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 161
Guðmundur Eggertsson:
Slitrótt gen
Austurríkismaðurinn Gregor Mend-
el er með réttu talinn upphafsmaður
nútíma erfðafræði. Árið 1865 kunn-
gerði hann niðurstöður rannsókna
sinna á baunaplöntunni Pisum sati-
vum. Mendel ályktaði að erfðaeigin-
leikar væru ákvarðaðir af eindum sem
erfðust með regiubundnum hætti.
Kennngar Mendels féllu í gleymsku en
voru dregnar fram í dagsljósið um
aldamótin. Þá höfðu þrír evrópskir líf-
fræðingar komist að sömu niðurstöðu
og Mendel. Árið 1909 lagði danski
erfðafræðingurinn Wilhelm Johannsen
til að erfðaeindir Mendels yrðu nefnd-
ar gen. Hefur það síðan verið alþjóð-
legt heiti erfðaeindanna. Á íslensku
hafa þær stundum verið nefndar erfða-
vísar.
Þegar í upphafi aldarinnar hafði
Bandaríkjamaðurinn W. S. Sutton
leitt rök að því að erfðaeindirnar eigi
sér sæti á litningum í frumukjarna.
Þessi kenning Suttons hlaut öflugan
stuðning, þegar landar hans T. H.
Morgan, A. H. Sturtevant, H. J.
Muller, C. Bridges o. fl. tóku að birta
niðurstöður rannsókna sinna á erfðum
bananaflugunnar (Drosophila melan-
ogaster). Þessar rannsóknir hófust um
1910. Þrátt fyrir allmikla mótstöðu,
t. d. frá Johannsen, hafði kenning Sutt-
ons hlotið almennt samþykki erfða-
fræðinga áður en annar áratugur aldar-
innar var liðinn. Á þriðja og fjórða
áratugnum ákvörðuðu erfðafræðingar
röð fjölmargra gena á litningum ban-
anaflugunnar, maísplöntunnar (Zea
mays) og ýmissa annarra lífvera. Gen
var nú litningshluti sem rædur ákvedn-
um eiginleikum eða einkennum, getur
tekið st'ókkhreytingum og getur víxlast
á milli litninga þegar samstxðir litning-
ar skiptast á efni í upphafi rýriskipt-
ingar.
Efnasamsetning gena var óþekkt.
Að vísu var vitað að litningar eru aðal-
lega gerðir úr hvítum (próteinum) og
deoxyribósa-kjarnsýru (DKS eða
DNA), en óvíst var hvor þessara stór-
sameinda gegndi hlutverki erfðaefnis.
Reyndar gat líka komið til greina að
gen væru tvinnuð saman úr báðum
þessum sameindum. Flestum þótti
samt líklegt að erfðaboðin væru fólgin
í hvítum fremur en í kjarnsýrum. Hug-
myndir um það hvernig gen móta eig-
inleika og einkenni lífvera voru
óljósar.
Um 1940 urðu straumhvörf í erfða-
rannsóknum. Þá fóru menn að nota
örverur til erfðafræðilegra tilrauna.
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), hls. 145-155, 1983
145
10