Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 164
DNA (gen)
umritun
m R N A
þýðing
H vita
2. mynd: Gen dreifkjörnungs. Auði reiturinn táknar stjórnröð við upphaf gens, sem ekki
er umrituð. Skástrikuðu reitirnir tákna stjórnraðir (forröð og lokaröð), sem eru
umritaðar en ekki þýddar. Fyllta svæðið er táknröð gensins. Þetta gen er umritað eitt
út af fyrir sig, en oft eru tvö eða fleiri gen dreifkjörnungs saman í umritunareiningu.
GEN HEILKJÖRNUNGA
AÐ STARFI
Til skamms tíma hefur verið torvelt
að fylgjast náið með starfsemi ein-
stakra gena í heilkjörnungum. Hins
vegar hefur um árabil verið kunnugt
að mRNA-semeindir eru myndaðar í
frumukjarna og fluttar fullgerðar út í
umfrymið þar sem hvítumyndun fer
fram. Einnig hefir alllengi verið vitað
að í frumukjörnum eru framleiddar
sérstakar RNA-sameindir, sem ekki
eru fluttar í heilu lagi út í umfrymið.
Þetta eru hinar svonefndu hnRNA-
sameindir (heterogeneous nuclear
RNA). Þær eru misstórar, en að jafn-
aði miklu stærri en mRNA-sameind-
irnar. í svonefndum HeLa frumum,
sem eru æxlisfrumur úr manni, reynast
t. d. um 50% af hnRNA-sameindum
kjarnans vera meira en 5000 kirni á
lengd, en mRNA-sameindir sömu
frumna eru yfirleitt ekki nema 1000—
2000 kirni. Margt bendir nú til þess að
hnRNA-sameindir séu forverar
mRNA-sameinda, en einungis hluti
hnRNA-keðju sé nýttur sem mRNA.
A. m. k. má nú telja fullvíst að
margar mRNA-sameindir heilkjörn-
unga eigi sér RNA-forvera, sem er
mun lengri en þær sjálfar. Slíkir for-
verar eru ekki þekktir í dreifkjörnung-
um. Hins vegar hafa fjölgena mRNA—
sameindir ekki fundist í heilkjörn-
ungum, en þær eru eins og áður var
sagt þekktar úr dreifkjörnungum.
Fundur mRNA-forvera í heilkjarna-
frumum átti sér langan aðdraganda og
kom ekki mjög á óvart. En þegar loks
var hægt að gera nákvæman saman-
burð á forvera og mRNA-sameind
annars vegar og á mótsvarandi geni
hins vegar, fengust óvæntar niðurstöð-
ur. Ein helsta forsenda þess að slíkur
samanburður verði gerður er einangr-
un þessara þriggja þátta, gens, forvera
148