Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 165
DNA (gen) I
RNA-forveri G'
(hn RNA)
milliraðir fjarlægðar
A—röð
A —röð
H vita
þýðing
3. mynd: Gen heilkjörnungs: |í-glóbíngen músar (Pmaí)- Auði reiturinn táknar stjórnröð
við upphaf gens, sem ekki er umrituð. Skástrikuðu reitirnir tákna stjórnraðir (forröð
og lokaröð), sem eru umritaðar en ekki þýddar. Fylltu svæðin tákna táknröð gensins,
einföldu línurnar milliraðir. G = hetta á 3’enda forvera og mRNA, A-röð = röð A-
kirna á 5’enda forvera og mRNA. Styttri milliröðin er 116 kirnispör (kp) en sú lengri
650. Táknröðin er samtals 438 kp en alls eru 1389 kp umrituð.
og mRNA. í allmörg ár hafa verið
þekktar aðferðir til þess að einangra
mRNA-sameindir úr mjög sérhæfðum
frumum, t. d. glóbín-mRNA úr rauð-
um blóðkornum og silki-mRNA úr
silkikirtlum silkifiðrildisins. Athuganir
á þessum sameindunr hafa gefið til
kynna að þær séu, líkt og eingena
mRNA-sameindir dreifkjörnunga,
gerðar úr samfelldri táknröð með
stjórnröðunr til beggja handa (sbr. 2.
mynd). En þar að auki hafa flestar
þeirra langa röð A-kirna á öðrum
enda (3’enda) og sérstaka viðbót, svo-
nefnda hettu, á hinum endanum
(5’enda; sjá 3. mynd). Þessi einkenni
eru óþekkt í dreifkjörnungum.
Einangrun ákveðinna mRNA-
forvera er þeim vandkvæðum bundin
að þessar sameindir eru mjög skamm-
æjar. Samt sem áður hefur nýlega tek-
ist að einangra vissar forverasam-
eindir, t. d. forvera glóbín-nrRNA úr
músarfrumum. Við einangrun forver-
anna hefur komið sér vel að hægt er að
framleiða DNA-afrit af RNA-sam-
eindum. Þetta er gert með hjálp svo-
nefnds öfugumritunar-ensínrs (reverse
transcriptase), sem myndað er eftir
sýkingu frumna með vissum veirunr.
DNA-afrit af RNA eru almennt nefnd
cDNA. Slík afrit af nrRNA-sanreind-
um, merkt með geislavirkri samsætu,
hafa verið notuð senr nokkurs konar
leitartæki til þess að finna hinar
skammæju forverasameindir. Er þá
byggt á þeirri vitneskju að einþátta
cDNA-sameindir geta við ákveðin
skilyrði tengst mótsvarandi RNA-sam-
eindum með mjög sérvirkunr hætti.
Sameindirnar tengjast vetnistengjunr
og nrynda tvöfaldan gornr, líkt og unr
149