Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 168
saman úr 2 peptíðkeðjum af a-gerð og
2 af P-gerð. Enda þótt verulegur mun-
ur sé á amínósýruröð a- og þ-glóbína,
eru skyldleikamerki samt ótvíræð. Tal-
ið er að genin sem ráða gerð þessara
peptíðkeðja eigi ættir að rekja til sam-
eiginlegs áagens. Svo virðist sem þetta
áagen hafi tvöfaldast í forföður bein-
fiska, froskdýra, skriðdýra, fugla og
spendýra fyrir um 500 milljónum ára.
Eftir það hafa þróunarbrautir a- og þ-
glóbíngena verið aðskildar. (Efstratia-
dis o. fl. 1980; sjá 4. mynd).
Glóbíngen mannsins hafa nú verið
könnuð allrækilega með þeint aðferð-
um sem lýst hefur verið hér á undan
(Efstratiadis o. fl. 1980, Maniatis
o. fl. 1980, Proudfoot o fl. 1980).
Einnig hafa glóbíngen nokkurra ann-
arra hryggdýra verið rannsökuð, t. d.
a-glóbíngen froskdýrsins Xenopus
(Patient o. fl. 1980). Ætíð hafa fundist
tvær milliraðir í þessum genum, og eru
þær ævinlega á sömu stöðum innan
táknraðarinnar. Nokkur munur getur
þó verið á lengd milliraðanna eftir
genum og dýrategundum. Samanburð-
ur á kirnisröðum glóbíngena úr ólíkum
dýrategundum gefur til kynna að milli-
raðir breytist mun örar í tímans rás
heldur en táknraðirnar. Breytingar á
táknröðum gena eru undir ströngu eft-
irliti náttúruvals, enda geta þær skipt
sköpun fyrir hvítusameindirnar sem
mótaðar eru af táknröðunum. Tákn-
raðir þróast því oftast nær frekar hægt.
Hins vegar virðist náttúruval láta sig
ýmiss konar breytingar á milliröðum
litlu varða. Stökkbreytingatíðni ræður
því líklega mestu um þróun millirað-
anna. Þó eru meiri háttar breytingar á
stærð þeirra líklega illa liðnar. Milli-
raðirnar þurfa með öðrum orðum að
4. mynd: Þróun glóbíngena meðal
hryggdýra. Tölurnar merkja milljónir ára
(Eftir Efstratiades o.fl. 1980).
vera á sínum stað í glóbíngeni, en það
skiptir litlu máli úr hvaða kirnum þær
eru settar saman. Einungis kirnisraðir
á mörkum ntilliraða og táknraða eru
óbreytilegar svo sem síðar verður
getið.
ÖNNUR GEN HEILKJÖRNUNGA
Allmörg gen heilkjörnunga auk
glóbíngenanna hafa nú verið flutt inn í
genaferjur og skipulag þeirra kannað
(Breathnach og Chambon 1981). Þess-
ar athuganir benda til þess að milli-
raðir séu mjög algengar í genum
hryggdýra. Þær hafa einnig fundist í
vissum genum skordýra, frumdýra og
gersveppa. Ennfremur hafa þær fund-
ist í erfðaefni ýmissa veira sem fjölga
sér í dýrafrumum. Þeirra hefur hins
vegar ekki orðið vart í dreifkjörn-
ungum.
I ýmsunt hvítumótandi genum heil-
kjörnunga hafa fundist fleiri en tvær
152