Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 170
RNA-sameinda sem þekktar eru úr
frumukjörnum (Lerner o. fl. 1980).
Ef til viil taka þessi ensím eða en-
símkerfi og milliraðirnar sjálfar með
einhverjum hætti þátt í að stjórna
tjáningu gena í heilkjarnafrumum.
Milliraðirnar hafa þá verið varðveittar
sem ómissandi hluti af sérhæfðum
stjórnkerfum. En engar sannanir eru
fyrir þessari tilgátu.
Hin óvænta genagerð heilkjörnunga
hefur vakið ýmsar spurningar um þró-
un gena- og litningaskipulags. Senni-
lega hafa gen heilkjörnunga verið slitr-
ótt allt frá öndverðu. Það er nær
óhugsandi að þetta skipulag hafi verið
tekið upp eftir að þróun heilkjörnunga
var vel á veg komin. Hitt er líklegra að
þetta sé hin upphaflega genagerð bæði
heilkjörnunga og dreifkjörnunga, en
dreifkjörnungar hafi með öllu losað
sig við milliraðirnar (Doolittle 1978).
Líklegt er að milliraðirnar hafi flýtt
fyrir genaþróun með því að auka á
endurröðun innan gena.
Sett hefur verið fram sú kenning að
milliraðir afmarki nokkurs konar
starfseiningar innan gena. Hver slík
eining eða bútur táknraðar (exon) er
þá talinn samsvara ákveðnu sérsvæði
(domain) í hlutaðeigandi hvítusam-
eind (Blake 1978). Víxl á bútum á
milli ólíkra gena hljóta að vera sjald-
gæf, en eigi þau sér stað geta þau
hugsanlega leitt til myndunar nýrra
gena og hvítusameinda með annars
konar sérvirkni en áður þekktist (sjá
t.d. Gilbert 1978, Darnell 1978 og
Crick 1979). Ef til vill geta slík víxl á
bútum orðið á milli RNA-forvera, sem
síðan væru umritaðir yfir í DNA og
loks innlimaðir í DNA-þráð litnings.
Samkvæmt þessum tilgátum kunna
milliraðirnar að hafa gegnt mikilvægu
hlutverki við þróun hvítusameinda í
heilkjörnungum.
LOKAORÐ
Ekki fer á milli mála að mikil um-
skipti hafa orðið í rannsóknum á gen-
um heilkjörnunga. Þetta má þakka
hinum nýju aðferðum erfðatækninnar
sem gera mönnum kleift að einangra
gen úr heilkjarnafrumum, innlima þau
í genaferjur, flytja þau á ferjunum inn
í gerilfrumur og fjölga þeim þar. Enn-
fremur að ákvarða kirnisröð ferjaðra
gena með fljótvirkum hætti. Áður en
þessar aðferðir komu til sögunnar
voru engin tök á að einangra einstök
hvítuákvarðandi gen heilkjörnunga.
Nú hafa allmörg þeirra verið einangr-
uð og kirnisröð þeirra ákvörðuð. Auk
þess eru að safnast fyrir miklar heim-
ildir sem varða skipan gena í litningum
heilkjörnunga. Margt athyglisvert hef-
ur komið í Ijós eftir að farið var að
beita hinum nýju aðferðum, en ekkert
hefur komið meir á óvart en sú upp-
götvun að ýmis gen heilkjörnunga eru
slitrótt. Því fer fjarri að erfðafræðingar
viti enn hvernig túlka beri þessa upp-
götvun. En hún hefur þegar vakið
margar spurningar, bæði um stjórn
genastarfs og um þróun erfðaefnis
meðal heilkjörnunga. Með hjálp hinna
öflugu rannsóknaraðferða erfðatækn-
innar verður væntanlega hægt að svara
mörgum þeirra á næstunni.
Höfundur þakkar líffræðingunum
Jórunni E. Eyfjörð, Ólafi S. Andrés-
syni og Sígríði H. Þorbjarnardóttur
fyrir að lesa þessa grein yfir í handriti
og gefa góð ráð um lagfæringar á text-
anum.
154