Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 172
Leifur A. Símonarson og Walter L. Friedrich:
Hlynblöð og hlynaldin í
íslenskum jarðlögum
Svissneski fornjurtafræðingurinn O.
Heer gat fyrstur um hlyn úr íslenskum
jarðlögum. Árið 1868 lýsti hann bæði
blöðum og aldinum, sem Þjóðverjinn
G. G. Winkler og Daninn J. Steen-
strup höfðu safnað á ferðum sínum um
landið. Blöðin og aldinin, sem Heer
rannsakaði, voru frá Brjánslæk á
Barðaströnd, Torffelli og Gautshamri
í Steingrímsfirði og Hreðavatni. Hann
taldi hvor tveggja tilheyra tegundinni
Acer otopterix Goeppert. Þjóðverjinn
P. Windisch (1886) lýsti einnig hlyn-
blöðum og aldinum frá Brjánslæk og
Húsavíkurkleif og Tröllatungu í Stein-
grímsfirði og nefndi þau flest Acer
crenatifolium Ettingshausen, en taldi
frekar illa varðveittar blaðleifar frá
Húsavíkurkleif til Acer crassinervium
Ettingshausen. Árið 1927 birti Guð-
mundur G. Bárðarson mynd af hlyn-
blaði í annarri útgáfu bókar sinnar
Ágrip af jarðfræði. Blaðið var ákvarð-
að af Svíanum R. Fiorin og talið til
rauðhlyns (Acer rubrum Linné). Þá
gat Jóhannes Áskelsson um hlynfrjó-
korn frá Brjánslæk árið 1956, en um
frekri greiningu var ekki að ræða.
Árið 1966 birtist alllöng ritgerð um
plöntuleifarnar í Surtarbrandsgili hjá
Brjánslæk eftir W. L. Friedrich, ann-
an höfund þessarar greinar. Hann lýsti
m. a. bæði hlynblöðum og aldinum og
taldi hvor tveggja tilheyra Acer
crenatifolium Ettingshausen. Hann
benti ennfremur á, að blöðin líkjast
mjög blöðum rauðhlynsins, sem nú
vex í austurhluta Norður-Ameríku. Þá
hafa höfundar þessarar greinar og
danskur fornskordýrafræðingur, O. E.
Heie, birt grein um jurta- og dýraleifar
í setlögum í Mókollsdal í Strandasýslu
árið 1972. Lýstu þeir m. a. hlynblaði,
er þeir nefndu Acer cf. tricuspidatum
Bronn. Árið 1976 birtu höfundar þess-
arar greinar niðurstöður rannsókna á
hlynaldinum frá Brekkuá og Hesta-
brekku í nágrenni Hreðavatns. Lýstu
þeir auðkennilegum og óvenjulega
stórum aldinum og töldu þau til nýrrar
tegundar, sem þeir nefndu Acer
askelssoni, eftir Jóhannesi Áskelssyni,
jarðfræðingi.
Loks hafa rússneski fornjurtafræð-
ingurinn M. Akhmetiev og samverka-
menn hans getið um hlynfrjókorn,
aldin og blöð frá Selárdal í Arnar-
firði, Brjánslæk, Húsavíkurkleif,
Tröllatungu, Mókollsdal og Hreða-
vatni (Akhmetiev o. fl. 1978). Þeir
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 156-174, 1983
156