Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 175
2. mynd. Fundarstaðir hlynblaða og hlynaldina á íslandi. - Fig 2. Localities offossil
maple leaves and samaras in Iceland.
lengi. Hins vegar áttu sér stað allmikl-
ar breytingar á öðrum íslenskum
gróðri á þessum tíma, samfara
breyttum lífsskilyrðum, og má því
einnig gera ráð fyrir því, að hlynflóran
hafi breyst hér á landi á 4 ármilljón-
um. Við getum því allt eins búist við
því að finna fleiri en eina hlyntegund í
íslenskum jarðlögum og að tegundir
þessar eigi að bera eigin nöfn. Hér ber
þó allt að sama brunni. Við erum al-
gjörlega háð því hvaða jurtaleifar finn-
ast og hversu vel þær eru varðveittar,
t. d. hvort unnt sé að sjá æðastrengja-
net í blaði eða aldinvæng og rannsaka
yfirborðseinkenni eins og frumuform,
loftaugu, hár o. fl.
LÝSING Á BLÖÐUM OG
ALDINUM
Acer islandicum Friedrich & Símonar-
son, 1982 - (Myndasíða 1, 1.-2.
mynd; myndasíða 3, 1.-3. mynd;
myndasíða 4, 2. mynd; myndasíða 5,
2. mynd; myndasíða 6, 1—2. mynd og
myndasíða 7, 2. mynd).
Hlynblöð hafa víða fundist í íslensk-
um tertíerlögum og eru þekkt frá Seljá
í Vaðalsdal og Surtarbrandsgili hjá
Brjánslæk á Barðaströnd, Trölla-
tungu, Húsavíkurkleif, Gautshamri,
Gunnarsstaðagróf, Margrétarfelli,
Miðdal og Merkjagili í Steingrímsfirði,
Hrútagili í Mókollsdal í Kollafirði
(Strandasýslu), Veiðilæk og Þrimilsdal
í nágrenni Hreðavatns og Stafholti (2.
mynd).
159