Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 176
Við samanburð virðast flest þessara
blaða mjðg lík og t. d. er ekki unnt að
sjá neinn mun á blöðum frá Brjánslæk
og Tröllatungu. Blöðin eru allt að því
14 sm löng og 13 sm breið með 3-5
sepa (oftast 5) og er miðsepinn lengri
og breiðari en hliðarseparnir (3.
mynd). Neðri hliðarseparnir eru alltaf
minni en þeir efri. Miðsepinn er með
samsíða hliðum neðst, en efri hlutinn
mjókkar hratt og endar í allhvössum
broddi. Hliðarseparnir, einkum þeir
efri, eru einnig hvassyddir. Hornið
milli miðsepans og efri hliðarsepa er
38°-60°, en 46,1° að meðaltali (22
mælingar á 11 blöðum). Hornið milli
miðsepans og skerðinganna sitt hvoru
megin er 22°—50°, en 30,6° að meðal-
tali (19 mælingar á 10 blöðum). Blað-
botninn er hjartalaga. Blaðröndin er
tennt með tvöföldum, beinum og lít-
illega ávölum (straight-convex) tönn-
um.
Blöðin eru handstrengjótt með 5
stóra aðalstrengi, sem liggja eftir því
sem næst miðjum mið- og hliðarsep-
um. Þeir greinast frá miðjum blað-
botni, þar sem blað og stilkur mætast.
Aðalstrengirnir eru næstum beinir.
Hornið milli aðalstrengjanna (1.
strengja) og næst stærstu strengjanna
(2. strengja) er frekar hvasst, oftast
um 50° og sjaldan stærra en 60°. Þessir
næst stærstu strengir greinast sitt á
hvað eða tveir og tveir saman sitt
hvoru megin út frá aðalstrengjunum,
eru bognari en þeir, og liggja út í tenn-
urnar á blaðröndinni eða greinast rétt
innan við blaðröndina. Þriðju stærstu
strengirnir (3. strengir), sem eru
stærstu strengir í smástrengjaneti
blaðsins, standa meira eða minna
hornrétt á aðalstrengina og þá næst
3. mynd. Hlynblað, sem sýnir a: hornið
milli miðsepa og efri hliðarsepa og b: horn-
ið milli miðsepa og skerðingarinnar milli
efri hliðarsepa og miðsepa. — Fig
3. Maple leaf showing the measured
angles.
stærstu. Smástrengirnir milli þriðju
stærstu strengjanna mynda fer- eða
fimmhyrnda netfleti, en innan þeirra
enda grennstu strengirnir, oft tvískipt-
ir í endann (myndasíða 5, 2. mynd).
Þegar á heildina er litið, þá líkist æða-
strengjanet blaðsins mest því sem er
hjá rauðhlyni (myndasíða 5).
Á smásjármyndum, sem teknar
voru í bláu háorkuljósi (fluorescence),
má sjá frumur og loftaugu á sumum
blöðum (myndasíða 6). Einkum sést
þetta á blöðum frá Tröllatungu
(Grýlufossi), en blöðin þaðan eru yfir-
leitt mjög vel varðveitt og á þeim er
engin kísilþörungaskorpa eins og blöð-
unum frá Surtarbrandsgili hjá Brjáns-
læk. Á myndasíðu 6 má sjá yfirborðs-
frumur og loftaugu á neðri hlið á blaði
frá Tröllatungu. Frumurnar á milli
æðastrengjanna eru marghyrndar með
160