Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 177
beina eða lítillega bogna veggi, 14-25
|xm langar. Loftaugu eru um það bil
400 pr mm2 og eru frumurnar umhverf-
is þau (varafrumurnar) hálfmánalaga,
allt að því 27 pm langar og 22 pm
breiðar, en sjálft opið er allt að því
19,5 pm langt og 13 pm breitt. I opinu
eru varafrumurnar viðarkenndar og
sjást mjög greinilega í bláu háorkuljósi
og sýnast gular. Aðeins fáeinar vörtur
og örfá hár fundust á blöðunum.
Ef við berum þessi hlynblöð saman
við blöð útdauðra tegunda, þá virðast
blöð Acer crenatifolium og A.
tricuspidatum líkust. Báðar þessar teg-
undir hafa fundist í evrópskum tertíer-
lögum, í Þýskalandi, Tékkóslóvakíu
og Ungverjalandi. Þeim var báðum
gefið nafn eftir rannsóknir á blöðum.
Blöð þessara tegunda eru þó frábrugð-
in íslensku blöðunum, sem hér hefur
verið lýst. Þau eru sjaldan fimmsepótt,
með dýpri skerðingar (einkum þó
blöðin frá eldra tertíer) og lögunin er
lítillega frábrugðin að öðru leyti. í því
sambandi má nefna, að Walther
(1972) mældi blöð A. crenatifolium og
benti á, að hornið milli miðsepans og
hliðarsepanna er 32°—53°, en 41,9° að
meðaltali (15 mælingar á 8 blöðum).
Þetta er mun minna en á íslensku blöð-
unum, þar sem hornið er 38°—60°, en
46,1° að meðaltali, eins og áður sagði.
Þá eru tennurnar á blaðröndinni bæði
færri og stærri hjá A. crenatifolium
(sjá Walther 1972, Procházka & Bflz-
ek 1975). Blaðbotn íslensku blaðanna
er einnig meira hjartalaga og miðsep-
inn hlutfallslega lengri. Á blöðum A.
tricuspidatum frá Kundratitz í
Tékkóslóvakíu er hornið milli miðsep-
ans og hiiðarsepanna hins vegar 27°-
58°, en 48,7° að meðaltali (19 mæling-
ar á 10 blöðum). Þar að auki mjókkar
miðsepinn jafnt í átt að broddi og hef-
ur ekki samsíða hliðar neðst (sjá
Procházka & Bflzek 1975) og því með
aðra lögun en miðsepinn á íslensku
blöðunum. Þá fann Walther (1972)
greinileg för eftir allmörg hár á blöð-
um A. tricuspidatum.
Samanburður við blöð núlifandi
hlyntegunda virðist sýna náinn skyld-
leika við rauðhlyninn (A. rubrum) og
er varla unnt að greina mun á blöðunr
hans og íslensku blöðunum. Þó skal
hér bent á tvennt. Fínustu endarnir í
strengjanetinu virðast mun oftar tví-
greindir hjá rauðhlyninum og blöð
hans eru miklu hærðari, einkum með-
fram aðalstrengjunum á neðri hlið.
Þar sem áðurnefnd blöð virðast frá-
brugðin blöðum útdauðra og núlifandi
tegunda má gera ráð fyrir því, að hér
sé um sérstaka tegund að ræða. Höf-
um við gefið henni nafnið Acer is-
landicum (Friedrich & Leifur A. Sím-
onarson 1982).
Frekar illa varðveitt blaðför frá
Brjánslæk, sem Heer (1868) taldi
tilheyra vínvið, Vitis islandica, eru
auðsjáanlega af hlyn og hér talin til A.
islandicum.
Acer sp. aff. islandicum Friedrich &
Símonarson, 1982 - (Myndasíða 1,3.
mynd og myndasíða 7, 1.-2. og 4.-5.
mynd).
Lítil, vængjuð hlynaldin, hver öðru
lík, eru þekkt frá Surtarbrandsgili hjá
Brjánslæk, Tröllatungu, Húsavíkur-
kleif, Gautshamri, Gunnarsstaðagróf,
Margrétarfelli og Miðdal í Steingríms-
firði, Hrútagili í Mókollsdal í Kolla-
firði (Strandasýslu) og Þrimilsdal í ná-
grenni Hreðavatns. Eitt aldin frá
161
11