Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 178
Brjánslæk er varðveitt með bæði fræ-
liúsin föst saman og hefur hvort fræhús
óskemmdan væng (myndasíða 1, 3.
mynd). Fræhúsið og vængurinn, sitt
hvoru megin, eru misstór. Stærra fræ-
húsið er 10 mm langt og 8,4 mm breitt
og með áfastan væng, sem er 15 mm
langur og 9,5 mm breiður. Hornið
milli fræhúsanna (þ. e. milli miðlínu
gegnum fræhús og væng) er unt 54°, en
hornið milli fræhúss og vængs er 152°.
Fræhúsið er egglaga, frekar langt og
eftir því endilöngu liggja fínar rákir
nreð um það bil 0,02 mm millibili.
Frumurnar í yfirhúðinni á eintaki frá
Tröllatungu eru marghyrndar, aflang-
ar og allt að því 75 um langar. Þær
hafa beina eða lítillega bogna veggi.
Engin merki um hár eru á fræhúsinu.
Vængurinn er með því sem næst
beina bakhlið og lítið sem ekkert vik á
efri vængbrún, þar sem fræhús og
vængur mætast. Vængendinn er ával-
ur, lítillega skáskorinn inn að neðan,
en á neðri vængbrúninni er lítið vik,
þar sem vængur og fræhús mætast. Á
sumum eintökum er þetta vik ekki
fyrir hendi. Æðastrengirnir í vængnum
liggja fyrst samsíða bakröndinni, en
fara síðan í boga yfir vængflötinn í átt
að neðri vængbrún. Þeir greinast strax
er þeir sveigja frá bakröndinni.
Samanburður við aldin útdauðra og
núlifandi hlyntegunda virðist Ieiða í
ljós náinn skyldleika við rauðhlyn (A.
rubrum), sem nú vex í Norðaustur-
ameríku. Ekki er unnt að greina neinn
mun á stærð eða lögun og rauðhlynur-
inn er einn af sárafáum hlyntegundum
með jafn lítið horn milli fræhúsanna
og er á þessum íslensku eintökum.
Eini munurinn virðist vera sá, að fræ-
húsið hjá rauðhlyninum er hært, en á
áðurnefndum eintökum hafa ekki
fundist merki um hár.
Þessi aldingerð hefur allstaðar fund-
ist ásamt blöðum eins og fjallað er um
hér að framan og nefnd hafa verið A.
islandicum (sjá t. d. myndasíðu 7, 2.
mynd). Þar sem aldinin leiða í Ijós
mjög náinn skyldleika við rauðhlyn og
hafandi í huga að öll hlynblöð, sem
eru þekkt frá Brjánslæk og Trölla-
tungu, og mörg blöð frá yngri fundar-
stöðum benda einnig til náins skyld-
leika við þessa tegund, virðist ekki
fjarri lagi að álykta, að aldinin tilheyri
sömu tegund og blöðin. Þar sem þessu
verður ekki slegið föstu fyrr en blöð og
aldin hafa fundist samföst látum við
nægja að nefna þessi aldin Acer sp.
aff. islandicum. Af því má a. m. k.
ráða, að við teljum tegundina ná-
skylda A. islandicum.
Acer askelssoni Friedrich & Símonar-
son, 1976 - (Myndasíða 2, 2. mynd og
myndasíða 7, 6. mynd).
Árið 1976 rituðu höfundar þessarar
greinar um rannsóknir sínar á hlynald-
inum úr setlögum í nágrenni Hreða-
vatns. Við Brekkuá höfðu fundist tvö
mjög stór og vængjuð hlynaldin (helm-
ingar) og eitt sambærilegt í Hesta-
brekku. Fræhús og vængur er livor
tveggja óskemmt á eintakinu frá
Hestabrekku, sem er 85 mm langt og
21 mm breitt. Aldinin frá Brekkuá eru
ekki eins heilleg, en stærra eintakið er
um 70 mm langt og 24 mm breitt (hef-
ur líklega verið um 90 mm langt, en
vængendann vantar) og það minna er
60 mm langt, en ekki er unnt að mæla
breiddina á því.
Það má strax slá því föstu, að þetta
eru með allra stærstu hlynaldinum.
162