Náttúrufræðingurinn - 1983, Qupperneq 181
nefndi Dombeyopsis islandica Heer og
Phyllites acutilobus Heer, hafa nær
eins tennur á blaðröndinni og afar líkt
strengjanet. Því miður virðast þessi
blaðbrot hafa glatast, svo að af frekari
rannsókn hefur ekki orðið.
Acer sp.
Á flestum þeim stöðum, þar sem
hlynleifar hafa fundist hér á landi, eru
blöð eða blaðbrot, sem ekki er unnt að
greina til tegundar, þótt ættkvíslar-
greining sé örugg. Slík blöð verða hér
aðeins nefnd Acer sp. Þetta gildir t. d.
um blöð frá Seljá í Vaðalsdal á Barða-
strönd, en Akhmetiev og samverka-
menn hans hafa greint þrjú lítil blað-
brot frá Seljá sem A. crenatifolium
(Akhmetiev o. fl. 1978). Blaðbrotin
eru illa varðveitt og varla unnt að
greina þau til tegundar, en með hlið-
sjón af því, sem hér hefur verið sagt að
framan, drögum við í efa, að uin þessa
tegund sé að ræða. Blöðin gætu til-
heyrt A. islandicum, þótt ekkert verði
sagt um það með vissu.
ALDUR
Samkvæmt segultímatali og aldurs-
ákvörðunum með kalíum-argon að-
ferð eru setlögin í Selárdal í Arnarfirði
13-14 milljón ára gömul (Akhmetiev
o. fl. 1978. Sveinn Jakobsson, óbirtar
uppl.). Plöntuleifarnar við Seljá í Vað-
alsdal og í Surtarbrandsgili hjá Brjáns-
læk eru 11 — 12 milljón ára (Leó Krist-
jánsson o. fl. 1975, Friedrich og Leifur
A. Símonarson 1976, 1982). Setlögin í
Steingrímsfirði, sent koma í Ijós við
Tröllatungu, í Húsavíkurkleif, Gauts-
hamri, Margrétarfelli og víðar, virðast
öll af svipuðunt aldri eða unt 10 millj-
ón ára (Akhmetiev o. fl. 1978, Krist-
ján Sæmundsson 1980). Plöntuleifarn-
ar í Mókollsdal í Kollafirði (Stranda-
sýslu) eru um það bil 8-9 milljón ára
(Akhmetiev o. fl. 1978, Kristján Sæ-
mundsson 1980). Setlögin í nágrenni
Hreðavatns, þekkt frá Surtarbrands-
gili, Primilsdal, Brekkuá, Hesta-
brekku, Veiðilæk og Stafholti, virðast
öll unt það bil 7 milljón ára (Haukur
Jóhannesson 1975, McDougall o. fl.
1977).
Samkvæmt fyrrnefndunt aldurstöl-
um ntá gera ráð fyrir því, að hlynur
hafi vaxið hér á landi þar til fyrir um
það bil 7 milljón árum, en yngstu set-
lög með hlynleifum eru áðurnefnd lög
í nágrenni Hreðavatns (sjá 4. mynd).
Hlynur virðist því hafa dáið út á ís-
landi 4—5 ármilljónum áður en ísöld
(pleistósen) er talin hefjast, sam-
kvæmt skilgreiningu jarðfræðinga. Nú
er vitað, að loftslag fór kólnandi um
þetta leyti, þ. e. á efri hluta míósen-
tíma og plíósentíma, eins og sjá má af
því, að elstu jökulbergslög á landinu
virðast um það bil 6 milljón ára gömul
(McDougall o. fl. 1976, Kristinn J. Al-
bertsson 1981). Að líkindum var hér
aðeins um hálendisjökla að ræða, sem
mynduðust hátt í fjöllum, en engu að
síður ber þessi jöklamyndun merki unt
þá kólnun, sern virðist hafa átt mestan
þátt í því, að hlynur dó út á íslandi.
Á efri hluta tertíertímabils, þar til
fyrir um það bil 7 milljón árum, lifðu
hér á landi a. m. k. tvær hlyntegundir
og virðast báðar náskyldar núlifandi
tegundum í austurhluta Norður-Ame-
ríku. Innlendir og erlendir jarðfræð-
ingar, t. d. Jóhannes Áskelsson (1961)
og Friedrich (1966), hafa bent á, að
íslenskar tertíerplöntur í eldri lögum
blágrýtismyndunarinnar séu náskyldar
165