Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 195
Ian Philip Hutchinson:
Upphaf eldgossins í Heklu 1980*
Eins og tíðkast við flesta háskóla
þurfa jarðfræðinemendur við há-
skólann í Oxford að standa skil á jarð-
fræðikorti til að fá gráðu sína. Er
hverjum og einum gert að kortleggja
15 km: lands án aðstoðar kennara.
Mér og félaga mínum, Andrew
McKenzie, voru valin svæði norðaust-
ur af Heklu eftir ábendingum jarð-
fræðinganna Ingvars Birgis Friðleifs-
sonar og Hauks Jóhannessonar. Svæð-
ið sem ég skyldi rannsaka er ntilli enda
Heklugjár og Hestöldu, og nær yfir
Rauðkembinga og Skjólkvíar með
hrauninu frá 1970.
Fram að Verslunarmannahelgi vor-
um við heppnir með veður og á
heiðum og sólbjörtum degi í lok júlí
gengum við á hátind Heklu. Allt var
með kyrrum kjörum á fjallinu og snjór
var í sprungum og gjám sem mynduð-
ust í gosinu 1947. Gufuslæður stigu
uppúr gjallinu í toppgígnum og minntu
á eldinn í iðrum fjallsins.
Fann tíma sem við dvöldum á
Hekluslóðum tók snjóinn ört upp í
norðvesturhlíðum fjallsins og
bráðnuðu í hann geilar. Þetta má sjá á
*Þýtt hefur Helgi Torfason.
ljósmyndum er ég tók af fjallinu. Með
samanburði við loftmyndir, er teknar
voru í ágúst 1979, mætti athuga hvort
þessi snjóbráð væri eðlileg miðað við
árstíma eða hvort um óvenju mikla
bráðnun væri að ræða, og þá vegna
hækkandi hita í fjallinu áður en gosið
hófst.
Við höfðum að mestu lokið við kort-
lagninguna á undangengnum fjórum
vikum og átti ég meðal annars eftir að
skoða sléttuna milli Rauðkembinga og
Skjólkvíahrauns. Úr því skyldi bæta
þann viðburðaríka dag, 17. ágúst
1980.
Þennan dag var loft alskýjað. Skýja-
hæð var um 2000 m og dreif úr þeim
regnúða öðru hvoru. Um kl. 13 bar
hæg suð-suðaustan gola smáskúr frá
Heklu yfir mig þar sem ég var staddur
á sléttunni 5,4 km frá Heklutindi
(staður I á 1. mynd). Tindinn sá ég
þrátt fyrir regnið. Verra var að rign-
ingin aftraði mér að skipta um filmu í
myndavélinni minni, fyrr en urn seinan
er gosið var hafið. Það voru Ijótu mis-
tökin.
Eldgossins varð ég fyrst var er mikill
hvellur heyrðist frá fjallinu. Þegar ég
leit þangað, sást hvítur gufustrókur
stíga upp rétt suðvestan við hátindinn.
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), hls. 175-183, 1983
175