Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 196
■ Watercutdeep
channols in sana.
Steam seen nsmig : :
from here on 18*’Au3Í
/^-CampGite )
V M'20'M-35hrs
Naefurholtsíiraun
meitwater
ítíaheKla
í-irlnglandahnaun
' My position /
13:00-]3:40hr5. ^
' - Theplateau
1. mynd. Kort af Heklu sem sýnir hvar höfundur var staddur er gosið hófst (I) og leiðina
útaf svæðinu með viðkomu á Rauðuskál (II) og í tjaldstaðinn (III). A: Fyrsta bomban
lenti kl. 13.40; B: Snjóbráðnun í júlí—ágúst; C: Farvegur hlaups, sem rann niður hlíðina
með hraðanum 360 km/klst. kl. 13.35; D: Farvegir leysingarvatns; E: Gufuuppstreymi
þann 18. ágúst; F: Djúpar græfur í sandinn eftir leysingarvatn; G: Gufubólstrar kl. 13.40
þann 17. ágúst (sjá 2. mynd); H: Gosið byrjar í Toppgíg kl. 13.31 og sprungan rifnar til
suðurs og norðurs; J: Lengd sprungunnar kl. 13.40; K: Lengd sprungunnar kl. 14.20.
Hraunið frá Skjólkvíum frá 1970 er skyggt. — Map showing the authors position at the
beginning of the eruption (I, II and III) and the timing of various events (A-K).
Raunar var erfitt að greina tindinn
nákvæmlega þaðan sem ég stóð. A
örskammri stundu stigu gufustrókarnir
upp úr skýjaþykkninu sem grúfði yfir.
Síðustu 20 mínúturnar fyrir spreng-
inguna hafði ég ekki veitt fjallinu
neina sérstaka athygli. Ég get því ekki
sagt um, hvort eldgosið hafi byrjað
eitthvað fyrr með rólegri hætti en þeim
sem vakti athygli mína.
Samkvæmt úrinu mínu hófst gosið
kl. 13.30, sem var einni mínútu of
seint er ég bar það saman við raf-
magnsklukku Búrfellsvirkjunar í ísa-
koti, en hún var sögð hárrétt. Sam-
kvæmt þessu ætti gosið að hafa byrjað
kl. 13.31, nokkru síðar en almennt er
talið.*
Hávaðinn frá Heklu jókst jafnt og
þétt og líktist einna helst gný frá
þotuhreyfli. Dynkir frá sprengingum
heyrðust ekki fyrr en um það bil
* Skjálfta varð fyrst vart á skálftamælum
kl. 13.04, annar kl. 13.08, en kl. 13.10 fór
virknin að aukast og verulega kl. 13.23.
Gos er talið hefjast kl. 13.27, en þá kom
fram gosórói á skjálftamælum (skv. Páli
Einarssyni, Skjálftabréf, 44 1980, Raunvís-
indastofnun HÍ). Þýð.
176