Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 197
2. mynd. Hekla frá norðri kl. 13.37, 17. ágúst 1980, í þann mund sem lilaup renna niður
vesturhlíðarnar. Gufu leggur af hlaupinu bak við Litlu-Heklu (ör) og hæðina vestan
hennar (Mófell). — Hekla seenfrom north at 13.37 hrs., 17th of August 1980, just after the
“jökulhlaup” (glacier burst) cartwheeled down Heklas western slopes. Steam-clouds are
seen rising from above Litla-Hekla (arrow) and the hillock west of it (Mófell), but no
eruptive vents were there. Photo by I. P. Hutchinson.
klukkustundu síðar, en þeir eru taldir
vera samfara hraunframleiðslu. Sé það
rétt hefur eingöngu komið upp aska
fyrsta klukkutímann.
Eftir nokkrar mínútur fór gufustrók-
urinn að dökkna, varð fyrst brúnleitur
og svo svartur. Brátt huldist efsti hluti
fjallsins iðandi bólstrum í allavega lita-
brigðum af brúnu, svörtu og hvítu.
Samtímis þessum litabrigðum lengdist
gossprungan til suðvesturs og hvítir
gufubólstrar stigu upp handan við
Litlu-Heklu. Á 2. mynd má einnig sjá
gufustróka stíga upp einhversstaðar í
Næfurholtshrauni, það langt frá gos-
sprungunni að þeir hljóta að hafa
komið frá heitu leysingavatni, en ekki
gjósandi eldgíg.
Eitt það furðulegasta sem ég varð
vitni að, meðan ég fylgdist með
upphafi gossins, var jökulhlaup sem
brunaði niður fjallshlíðina norðaustan
við Litlu-Heklu (1. og 2. mynd).
Vatnselgurinn braust niður undan
skýjahulunni, í nál. 1000 m hæð, og
bókstaflega valt niður hlíðina, sem
hallar þar um 20% (11°). Á h. u. b. 10
sekúndum brunaði hlaupvatnið 1 km
vegalengd og fór með um 360 km/klst
hraða. Þessi blanda af ís og vatni
myndaði holan sívalning og með sam-
anburði við Litlu-Heklu giska ég á að
177
12