Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 204
Guðmundur E. Sigvaldason:
Alþjóðasamtök eldfjallastöðva
INNGANGUR
Síðasti áratugur var óvenju við-
burðaríkur á sviði eldfjallafræða. Eld-
gos voru tíð og sum þeirra leiddu til
verulegs tjóns. Gosið á Heimaey 1973,
sem olli verulegu tjóni á Vestmanna-
eyjakaupstað, verður minnisstætt
vegna baráttunnar, sem háð var gegn
eyðileggjandi hraunstraumum.
Á eyjunni Guadeloupe í Vestur
Indíum, leiddi órói í eldfjallinu Sou-
friere til þess að um það bil 74000
manns, sem bjuggu í hlíðum fjallsins,
voru fluttir brott frá heimilum sínum.
Brottflutningur fólksins var umdeildur
og menn voru ósammála um á hvaða
forsendum væri unnt að flytja fólkið
aftur til heimila sinna.
Á Islandi var nýbyrjað á byggingu
jarðgufuorkuvers við Kröflu, þegar
fyrstu merki um nýja eldvirkni komu í
ljós árið 1975. Eldfjallafræðingar
vöruðu þegar í stað við, að eldvirknin
gæti aukist og staðið í mörg ár. Stjórn-
völd ákváðu hins vegar að ráðgjöfin
væri ekki byggð á nægilega traustum
gögnum til að geta haft afgerandi áhrif
á framkvæmdir. Krafla hefur síðan
gefið mjög góð tækifæri til rannsókna
á eldvirkni í tengslum við jarðskorpu-
gliðnun.
Á Ítalíu hefur Etna valdið almanna-
vörnum áhyggjum, en hún hefur einn-
ig gefið vísindamönnum tækifæri til
rannsókna. I Sovétríkjunum gátu eld-
fjallafræðingar sagt fyrir eldgos í Tol-
bachiek eldstöðinni á Kamtchatka
með hjálp jarðskjálftamæla.
Þegar fyrstu merki komu fram, í
mars 1980, að eldfjallið St. Helens í
Bandaríkjunum væri að vakna til lífs-
ins, skapaðist strax náin samvinna
milli eldfjallafræðinga og stjórnvalda
um það verkefni að afla stöðugra upp-
lýsinga um ástand eldfjallsins hverju
sinni og þá hættu sem gæti stafað af
því. Eldgos hófst 27. mars og hápunkt-
ur þessa viðburðaríka áratugar varð
þann 18. maí 1980, þegar St. Helens
gaus miklu sprengigosi, sem olli mann-
tjóni og eyðileggingu verðmæta. í
sögu eldfjallafræðinnar hefur ekkert
gos verið rannsakað af meiri gaum-
gæfni og reynslan, sem hefur áunnist,
mun bæði auka skilning vísindamanna
á sprengigosum og vísa leiðina til
bættra samskipta vísindamanna og
stjórnvalda í málum, sem lúta að al-
mannavörnum vegna eldgosahættu.
Náttúrufræöingurinn 52 (1-4), bls. 184—186. 1983
184