Náttúrufræðingurinn - 1983, Side 205
FUNDUR í VESTUR INDÍUM
í þeim tilvikum, sem nefnd voru hér
að framan, þurftu eldfjallafræðingar
að vera hvort tveggja í senn, vísinda-
menn og ráðgjafar stjórnvalda. Þeir
voru oft illa undir það búnir að takast
á hendur ráðgjafahlutverkið, sumpart
vegna þess að lítil áhersla hefur verið
lögð á eldfjallafræði í fjárveitingum til
vtsindarannsókna, og sumpart vegna
þess að eldfjallafræðingar þurftu að
leysa vanda, þar sem ekki var hægt að
styðjast við fyrri reynslu.
Ákvörðun ráðamanna um að flytja
fólk brott frá Guadeloupeeyju og sú
félagslega ringulreið, sem brottfluttn-
ingurinn olli, varð til þess að franskir
eldfjallafræðingar fengu á sig meiri
gagnrýni en starfsbræður þeirra hafa
mátt þola fyrr eða síðar. Viðbrögð
þeirra við þessari áraun voru þau að
endurbyggja frá grunni eldfjallastöðv-
ar sínar og stórauka fræðilegar rann-
sóknir á eldvirkni.
í tilefni þessarar uppbyggingar og
endurbóta á eldfjallastöðvunum á
Martinique og Guadeloupe buðu
frönsk stjórnvöld fulitrúum frá eld-
fjallastöðvum og stofnunum, sem fást
við eldfjallafræði hvarvetna í heimin-
um, til fundar dagana 18.-21. febrúar
1981 á Guadeloupeeyju. Markmið
fundarins var að koma á tengslum
milli vísindamanna, sem eru annað
hvort beinlínis ábyrgir fyrir vöktun
eldstöðva eða fást við eldfjallarann-
sóknir og veita stjórnvöldum ráðgjöf.
Auk gestgjafanna sátu fundinn full-
trúar frá eftirtöldum löndum: Costa
Rica, Bandaríkjunum, íslandi, Indó-
nesíu, Ítalíu, Japan, Portúgal og
Mexikó.
Eftir gagnlegar umræður og upplýs-
ingamiðlun samþykktu fundarmenn
að setja á stofn formleg samtök undir
nafninu Alþjóðasamtök eldfjalla-
stöðva (World Organization of Vol-
cano Observatories). Eins og nafnið
gefur til kynna er miðað við eldfjalla-
stöðvar og vöktun eldfjalla og þess er
gætt að fara ekki inn á verksvið ann-
arra alþjóðlegra samtaka, sem fást við
almenna eldfjallafræði.
Höfuðmarkmið nýju samtakanna
eru:
1) Að skapa og efla tengsl milli eld-
fjallastöðva og stofnana, sem fást
við vöktun eldstöðva.
2) Að auðvelda upplýsingastreymi
með fundarhöldum.
3) Að halda skrá um mannafla og tæki,
sem unnt væri að flytja til þeirra
stofnana eða staða sem vegna að-
steðjandi vanda þyrftu á liðsauka að
halda.
4) Að leita til alþjóðlegra stofnana,
sem gætu greitt ferðakostnað og
önnur útgjöld vegna hjálparleið-
angra.
Fundurinn kaus stjórn samtakanna,
en hana skipa:
Dr. Guðmundur E. Sigvaldason, ís-
landi, formaður
Dr. Robert I. Tilling, Bandaríkjunum
Próf I. Yokoyama, Japan
Dr. J. L. Le Mouel, Frakklandi
Auk ofangreindra landa hafa Nýja
Sjáland, Ecuador, Filippseyjar,
Tobago og Trinidad lýst áhuga á þátt-
töku. Guadeloupefundurinn ákvað að
lönd gætu gerst stofnfélagar samtak-
anna þar til á næsta fundi, sem haldinn
var á íslandi í ágúst 1982.
185