Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 207
Per Thorslund in memoriam
Eins og undanfarna tvo áratugi
sendi ég vini mínum og velgerðamanni
Per Thorslund prófessor jólakort fyrir
sl. jól. Mót venju kom í þetta sinn
engin jólakveðja til okkar frá honum.
Pað var ekki fyrr en í janúar sl. að mér
barst fréttin um að hann hafi látist
þann 2. nóvember, 1981.
Með Per Thorslund er horfinn af
sjónarsviði stórmerkur vísindamaður,
framúrskarandi kennari, óvenjulegur
mannkostamaður og mikil persóna.
Per Thorslundi fæddist þann 22.
ágúst 1900 í námubænum Falun í Döl-
um. Faðir hans var starfsmaður við
koparnámuna (eirnámuna), sem lengi
var hin mesta í heimi. Eftir stúdents-
próf í heimabænum innritaðist hann
við háskólann í Uppsölum og hlaut þar
doktorsgráðu 1940. Sérgrein hans var
jarðsaga og steingervingafræði. Eftir
að hafa gegnt margsháttar störfum
fyrir sænsku jarðvísindastofnunina
(SGU) var Thorslund skipaður pró-
fessor í Uppsölum 1950 og hélt því
starfi þar til að hann komst á eftir-
launaaldur 1966.
Jarðfræðirannsóknir sínar hóf Per
Thorslund í heimabyggð sinni, Dölum
og forlögin höguðu því svo að einmitt
á því sama svæði skeði lokaþátturinn í
hinu langa og giftudrjúga jarðvísinda-
starfi hans. Fyrstu rannsóknir hans á
þessu svæði og hinum flóknu myndun-
um þess höfðu grundvallar þýðingu
fyrir skilning manna á þeim gátum,
sem þar lágu fyrir og ekki hafa fengist
full ráðnar fyrr en nú fyrir um það bil
tveim áratugum. Jafnframt höfðu þær
afgerandi þýðingu fyrir hagnýtingu
kalksteins á þessu svæði og urðu
grundvöllur mikils iðnaðar. Síðar
varði Thorslund mörgum árum í rann-
sóknir í Jamtalandi og á Gotlandi, og
má raunar segja að hann kæmi víðast
þar nokkuð við sem rannsóknir fóru
fram innan Svíþjóðar á jarðmyndun-
um þeim, sem voru hans sérgrein, en
það voru setlög og steingervingar frá
því tímabili jarðsögunnar, sem á
Norðurlöndum er yfirleitt nefnt Kam-
brosilur og sem spannar yfir tímabilin
Kambríum, Ordovicium og Silur. Því
fór þó fjarri að þekking hans væri ein-
skorðuð við þetta svið. Hann hafði
manna besta yfirsýn yfir jarðsöguna í
heild og þróunarsögu lífsins á jörðinni.
Per Thorslund var framúrskarandi
kennari og yfirmaður á sinni glæsilegu
stofnun Paleontologiska Institutionen
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 187-190, 1983
187