Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 210
en þá var þetta svæði þakið nokkur
hundruð metra þykkum setlögum,
sem í þessum hildarleik köstuðust og
umbyltust. Hér er ekki rúm fyrir
nánari skýringar á þessu en Thorslund
aðhylltist þegar þessa hugmynd og svo
fór brátt að hann kom til með að leiða
í ljós veigamestu rökin fyrir henni.
í mörg ár geymdi hann kalksteins-
plötu frá Brunflo í Jamtalandi, en inni
í henni var svartur framandi steinn,
um það bil hnefastór, sem sýndi sig að
vera loftsteinn af þeirri tegund, sem
nefnd er kondrit, en ekki varð það
ljóst fyrr en fyrir röskum tveim árum
að um loftstein er að ræða og þann
elsta, sem enn er vitað um. Hann féll
til jarðar fyrir um 463 miljónum ára.
Rannsóknir hans á þessu eru með
því síðasta, sem hann lagði til jarðvís-
indanna, en starfsþrek og lifandi
áhuga hafði hann óbilað til hinstu
stundar.
Síðast bar fundum okkar saman
haustið 1979 þegar við hjónin áttum
nokkrar ógleymanlegar vikur meðal
vina í Uppsölum og Helsingfors. Há-
punktur þess tíma var ferð með Per
upp í Dali, þar sem við gistum í Boda í
sumarbústað hans, sem byggður er og
innréttaður í ekta Dala stíl.
Svo var ekið um Siljanshringinn og
margt merkilegt skoðað. Þá var Per
verulega í essinu sínu, leiftrandi af
áhuga og starfsgleði. Að lokum sagði
hann: „Þið verðið að koma aftur og að
sumri til, skoða meira og hafa meiri
tíma.“ En hér var punktur settur. Per
Thorslund er horfinn af sjónarsviðinu,
Dala-dvöl okkar verður ekki endur-
tekin en aðeins geymd í þakklátri
minningu. Dalabyggð syrgir mætan
son.
Garðabœ að vordögum 1982.
Jón Jónsson.
190