Náttúrufræðingurinn - 1983, Page 211
RITFREGNIR
ALWÓÐLEGT VATNAFARSKORT
AF EVRÓPU, M 1:1 500 000.
BLAÐ B2 ÍSLAND
Ritstjórar: Árni Hjartarson, Guttormur
Sigbjarnarson og H. Knarrenberg.
Höfundar: ísland — Árni Hjartarson, Fær-
eyjar — L. J. Andersen, N. Kelstrup, J.
Rasnrussen.
Útgefandi: Bundesanstalt fiir Geowissen-
schaften und Rohstoffen & Unesco.
Hannover & París 1980.
Kort í stærðinni rúmlega A1 ásamt 55 bls.
skýringahefti.
Útsölustaðir: Landmælingar íslands,
Orkustofnun og Bóksala stúdenta.
Verð: U. þ. b. 170 kr.
Nýlega er komið til landsins og á al-
rnennan markað vatnafarskort af íslandi
eftir Árna Hjartarson. Er það hluti af al-
þjóðlegu Evrópukorti yfir vatnafar.
Kortið er fagurlega litprentað og mikil
veggjaprýði, en þess utan er þar dreginn
saman á korti og í skýringahefti mikill
fróðleikur um jarðfræðileg og vatnafræði-
leg sérkenni íslands.
Með litum eru afmörkuð svæði með
gropnum, glufóttum og lítt vatnsgengum
jarðlögum, litatónar gefa til kynna hve
mikil lektin er, en táknmynstur segja til
um jarðfræði einstakra svæða. Tekist hefur
að setja þessar upplýsingar fram innan
ramma alþjóðlegs staðals og þó þannig að
íslensk sérkenni koma skýrt fram. Til við-
bótar þessu eru svo ýrnis sértákn, sem lýsa
nánar grunnvatni og lindurn, yfirborðs-
vatni, vatnsvirkjum og jarðfræði. Er það í
fyrsta skipti sem fróðleikur og vatnsfar
íslands í heild er dreginn þannig saman, og
er því hér um að ræða grundvallarverk,
sem helst á sér líka í íslenskum vötnum
Sigurjóns Rist frá 1956. Gildir þetta eink-
um um kortið sjálft, en þar er um mikla
frumvinnu að ræða, meðan ýmislegt er
gamalkunnugt í skýringaheftinu. Helst er
þar nýjungar að finna um vatnajarðfræði,
sem eðlilegt er.
Skýringar við kortið höfðu áður komið
út sem fjölrituð skýrsla frá Orkustofnun
1979 (OS79016/JKD03) en fylgja nú kort-
inu prentaðar í sama formi og við önnur
kortblöð sömu útgáfu. Bæði eru rit þessi á
ensku, en kortið er með skýringum á fs-
lensku, ensku og þýsku.
í skýringarheftinu er fyrst í kaflanum um
ísland gefið sögulegt yfirlit urn þróun ís-
lenskrar vatnafræði, síðan er fjallað í sér-
köflum um landfræðileg efni, veður og
veðurfar, jarðfræði og vatnajarðfræði, yfir-
borðsvatnafræði, grunnvatnsfræði og
vatnsnýtingu.
Að öllu saman lögðu er hér um óhemju
fróðleik að ræða, sem dreginn er saman á
einn stað til heildaryfirsýnar. Það væri því
meira en meðalskaði ef kortið ætti jjað
fyrir höndum að rykfalla í söfnum og á ein-
staka stofnun. Mér virðist til dæmis að allir
Náttúrufrœöingurinn 52 (1-4), bls. 191-200, 1983
191