Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 222
flutti skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu
ári og minnst var látinna félaga.
Stjórnin hélt 3 stjórnarfundi á árinu. Að
venju voru ýms málefni sem snertu félagið
til umræðu. Högun fræðsluferða og val
fræðsluerinda og flutningsmanna þeirra,
afgreiðslumál, málefni Náttúrugripa-
safnsins, val fulltrúa á Náttúruverndarþing
og ráðstefnu sem Landvernd boðaði til. A
síðasta aðalfundi urðu umræður um víð-
tækari útgáfustarfsemi á vegum félagsins
en nú er. Stjórnin hefur nokkuð velt því
máli fyrir sér en sér sér ekki fært að hrinda
af stað neinum framkvæmdum í því efni.
Á aðalfundi fyrir árið 1980 voru málefni
Náttúrugripasafnsins til umræðu og þótti
fundarmönnum miður, hvernig ástatt er
um húsnæðismál þess. Bar í því sambandi
á góma gamalt loforð stjórnvalda um hús
undir safnið og slælegar efndir þess. Nátt-
úrugripasafnið sem afhent var stjórnvöld-
um á sínum tíma er nú hjá Náttúrufræði-
stofnun og hefur vissulega stórlega aukist
og verið endurbætt margvíslega hvað safn-
gripi varðar síðan. Enn vantar það sem út
snýr, rúmgóða sýningarsali þar sem al-
menningur fær notð þess sem safnið hefur
að bjóða upp á. í tilefni af þessari
ársgömlu umræðu kom Sveinn Jakobsson,
forstöðumaður Náttúrugripasafnsins á
fundinn og gerði fundarmönnum grein
fyrir stöðu safnmálsins og kynnti þær hug-
myndir sem nú eru í deiglunni.
Gjaldkeri lagði fram endurskoðaða
reikninga félagsins og voru þeir sam-
þykktir.
Úr stjórn áttu að ganga, formaður, vara-
formaður og gjaldkeri. Þeir gáfu allir kost
á sér til áframhaldandi setu í stjórninni og
voru endurkjörnir. í varastjórn voru
endurkjörnir þeir Bergþór Jóhannsson og
Einar B. Pálsson. Endurskoðendur voru
endurkjörnir þeir Magnús Árnason og
Tómás Helgason og varaendurskoðandi
Gestur Guðfinnsson.
Stjórnin flutti tillögu um hækkun fé-
lagsgjalds úr 150 kr í 200 kr og var hún
samþykkt.
f lok fundarins var brugðið upp myndum
úr löngu sumarferðinni og rifjuð upp atvik
og staðhættir.
FRÆÐSLUSAMKOMUR
Á árinu 1981 voru haldnir 6 fræðslufund-
ir, alltaf í Árnagarði stofu 201. Efni var
fjölbreytt að venju og fyrirspurnir og um-
ræður í lok erinda eins og við mátti búast.
Aðsókn að fyrirlestrum var jöfn en fremur
dræm miðað við það sem oft hefur verið
áður. Virðist auðsætt að félagsmönnum er
allt náttúrufræðilegt efni ekki jafn hugstætt
og sumir fyrirlestrar trekkja meira en aðr-
ir. Fæstir voru fundargestir 15 en flestir 30.
Fundargestir voru alls um 120. Fyrirlestrar
og efni fyrirlestra var sem hér segir:
26. janúar:
Fyrirlesari Karl Skírnisson, dýrafræðing-
ur. Efni: Minkur á íslandi í 50 ár.
23. febrúar:
Fyrirlesari Stefán Arnórsson, jarðfræð-
ingur. Efni: Hiti í jarðhitakerfum fundinn
með efnagreiningu á vatni og gasi í hverum
og laugum.
30. mars.:
Árni Einarsson, líffræðingur. Efni: Þætt-
ir úr sögu Mývatns.
27. apríl:
Eiríkur Jensson, grasafræðingur. Efni:
Sveppir á íslensku birki.
26. október:
Fyrirlesari Þór Jakobsson, veðurfræð-
ingur. Efni: Hafísrannsóknir í Norður-
höfum.
30. nóvember:
Fyrirlesari Jón Baldur Sigurðsson, dýra-
fræðingur. Efni: Um lifnaðarhætti ís-
ienskra lindýra (I sæsniglar).
Stjórnin er þakklát fyrirlesurum fyrir
framlag þeirra í þágu félagsstarfsins og
sömuleiðis fundarmönnum fyrir þeirra
áhuga sem sannar félagsstjórninni að fund-
ir af þessu tagi eru vel þegnir þrátt fyrir
mikið framboð á annars konar menningar-
og fræðsluefni.
FRÆÐSLUFERÐIR
Sumarið 1981 voru að venju farnar fjór-
202