Náttúrufræðingurinn - 1983, Síða 226
Bréf til Náttúrufræðingsins
Athugasemd við greinina:
„Klórkolefnissambönd í
íslenskum vatnasilungi“
Jóhannes F. Skaftason og Porkell Jó-
hannesson (1981) hafa mælt magn nokk-
urra klórkolefnissambanda í silungi úr 6
vötnum. Þeir fundu aö sýni sem upprunnin
voru úr Apavatni höfðu marktækt hærra
magn af alfa ísómer hexaklórcyclochexans
(alfa-HCH) heldur en sýni úr öðrum vötn-
um. Hins vegar var magn hexaklórbenzen
ekki hærra í Apavatnssilungum en í öðr-
um. Af þessu draga þeir þá ályktun að
þannig verði „ekki komist hjá því að ætla,
að staðbundinnar mengunar af völdum
alfa-HCH kunni að gæta í Apavatni“.
Ég held því fram að þessi ályktun sé
ótímabær og óleyfileg vegna megin mistaka
í sýnatöku aðferðum þeirra. Þeir segja:
„Silungar (bleikja, Salvelinus alpinus og
urriði Salmo trutta) voru veiddir á stöng í
Eyjalóni, Ulfsvatni, Litla-Arnarvatni og í
Kálfdalavatni. Úr Elliðavatni var fengin
silungur,er Veiðimálastofnun veiddi í
rannsóknarskyni. Silungur úr Apavatni
var kcyptur í vcrslun i Reykjavík“ (áhersla
mín).
Það er augljóst af ofangreindu að Apa-
vatnssilungur hefur fengið aðra meðferð
en silungar úr öðrum vötnum; þessi si-
lungur er veiddur, fluttur til Reykjavíkur
og meðhöndlaður og seldur í verslun af
aðilum sem eru rannsókninni óviðkom-
andi. Það er í þessum fisk, sem hæsta
mengun alfa-HCH (og einnig DDE, bls.
100) finnst. Að mínu áliti má rétt eins
draga þá ályktun að hin háa mengun í
Apavatnsfiski stafi af hinni sérstöku með-
höndlun frekar en staðbundinni mengun í
Apavatni. Sé tilgáta mín rétt, sem auðvelt
er að sannreyna með samanburði á Apa-
vatnssilungi veiddum í vatninu og keyptum
í verslun í Reykjavík, vekur það spurn-
ingar um meðhöndlun matvæla og mengun
í þeim af völdum þeirra er þær meðhöndla.
Að lokum bendi ég á villu í greininni. Á
bls. 101 er sagt að 120 ng/g af alfa HCH
finnist í bleikju og urriða úr Úlfsvatni.
Þetta er ekki rétt. Tafla I. segir magnið
vera 80 og 105 ng/g.
HEIMILDIR
Jóhannes F. Skaftason & Þorkell Jóhann-
esson. 1981. Klórkolefnissambönd í ís-
lenskum vatnasilungi. — Náttúrufræð-
ingurinn 51: 97-104.
Einar Árnason
Líffrœðistofnun Háskólans
Grensásvegi 12
Reykjavík.
SVAR
Höfundar þakka Einari Árnasyni fyrir
þá ábendingu, að Úlfsvatn á bls. 101 ætti
að vera Litla-Arnarvatn, sbr. töflu 1.
Ábending Einars Árnasonar um mengun á
silungi úr Apavatni gæti átt rétt á sér og
hefur höfundum skotist yfir það atriði. Að
mengun sú, er við fundum í silungi úr
Apavatni, sé „há“ er aftur á móti álitamál.
Virðingarfyllst,
Þorkell Jóhannesson
og
Jóhannes F. Skaftason
Náttúrufræðingurinn 52 (1-4), bls. 206, 1983
206