Náttúrufræðingurinn - 1987, Qupperneq 20
Ritfregnir
í Mývatnssveit eru margar heims-
kunnar jarðmyndanir, t. d. Hverfjall,
Dimmuborgir og Kröflusvæðið. Fuglalíf
á Mývatni og Laxá er jafnan talið á
heimsmælikvarða, og gróður á svæðinu
er sums staðar gróskumikill með afbrigð-
um. Mývatnssveit og landið meðfram
Laxá var friðlýst með sérstökum lögum
árið 1974. Náttúruverndarráð hefur nú
gefið út kort af Mývatnssveit þar sem sýnt
er hvernig verndargildi einstakra land-
svæða og jarðmyndana er metið. Kortið
var unnið þannig að staðkunnugir nátt-
úrufræðingar voru fengnir til að fara um
svæðið til að meta verndargildi lands-
lags, lífríkis og jarðmyndana. Með hlið-
sjón af rituðum heimildum var gildismat-
ið fellt saman á eitt kort. Er þetta í fyrsta
sinn sem þess háttar kort af verndargildi
lands er gefið út hér á landi. Kortið er
prentað í fjórum litum og fylgir því fjölrit
með lýsingum á merkustu svæðunum og
ítarlegri heimildaskrá.
Náttúruverndarráð hefur einnig gefið
út fjölrit um gróður og dýralff á botni
Mývatns (Yfirlitskönnun á botnlífi Mý-
vatns, fjölrit nr. 18). Höfundar eru Arn-
þór Garðarsson, Árni Einarsson, Gísli
Már Gíslason, Guðmundur V. Helgason
og Jón S. Ólafsson. í ritinu eru upplýs-
ingar um þéttleika og útbreiðslu ýmissa
helstu tegunda dýra og plantna á vatns-
botninum. Eru þar á meðal ýmsar helstu
fæðutegundir silungs og vatnafugla.
Skýrslan byggir að mestu á gögnum sem
Líffræðistofnun háskólans aflaði árin
1977,1981 og 1983, en miklar breytingar
urðu á dýra- og plöntustofnunum á þessu
tímabili.
Náttúruverndarkortið og skýrslan um
botnlífið eru fáanleg á skrifstofu Nátt-
úruverndarráðs.
Árni Einarsson
Nóttúrufræöingurinn 57 (3), bls. 114,1987
114